Glee stjarna á flótta undan löggunni í lokamyndinni

Stikla fyrir síðustu kvikmynd Cory Monteith úr Glee, sem lést fyrr í sumar af völdum ofneyslu heróíns,  er komin út, en í myndinni leikur Monteith hlutverk Simon Weeks, manns sem er eiturlyfjasjúklingur sem er nýsloppinn úr fangelsi eftir að hafa aflplánað dóm fyrir morð. Mótleikari hans er David Morse, sem leikur Eugene „Mack“ McCanick, eiturlyfjalöggu sem er staðráðin í að finna Weeks, af því að hinn ungi afbrotamaður veit mikilvægt leyndarmál úr fortíð Mack.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

„Hvað viltu mér?“ spyr persóna Monteith, Mack. „Ég vil bara tala,“ svarar lögreglan.

cory monteith

 

Miðað við allt sem gengur á í stiklunni, þá hefur lögreglan eitthvað allt annað í hyggju en kurteislegt spjall!

Leikstjóri myndarinnar er Josh C. Waller en einnig leika í myndinni Ciaran Hinds, Mike Vogel, Rachel Nichols og Trevor Morgan. 

McCanick verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada í næsta mánuði.