Gagnrýni eftir:
Best in Show
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Spennan er gífurleg, æsingurinn magnast við hverja mínútu. Hundruðir af áköfum keppendum streyma að allstaðar úr Ameríku tilbúinir til að taka þátt í tvímælalaust einum stærsta atburði lífs þeirra, Mayflower hundasýningunni. Í myndinni fá áhorfendur að fylgjast grant með fimm hundum og eigendum þeirra sem öll eiga það sameiginlegt að fara að keppa á sýningunni og þrá þau öll að hundurinn þeirra hreppi titillinn Besti Hundur Sýningar. Gaman er að fylgjast með hvað eigendurnir lifa sig inn í heim hundana, undirbúningurinn fyrir sýninguna er mikil og hundarnir eru æðislegir. Myndin hefur fengið mjög góða dóma vestanhafs og var reglulega gaman og spennandi að fylgjast með henni.