Fjögur með frábæra byrjun

Ofurhetjurnar Hin Fjögur Frábæru í kvikmyndinni The Fantastic Four: First Steps, skutust beina leið á topp íslenska aðsóknarlistans á sinni fyrstu viku í sýningum. Tekjur voru rúmar 6,1 milljón og gestir nærri þrjú þúsund.

Kvikmyndir.is var meðal gesta um helgina og skemmti sér vel.

Superman datt úr toppsætinu eftir tveggja vikna dvöl og Strumparnir fóru sömuleiðis niður um eitt sæti milli vikna, niður í það þriðja.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: