Íslenska kvikmyndin Ljósvíkingar var frumsýnd í Smárabíói við mikil fagnaðarlæti.
Íslenska kvikmyndin Ljósvíkingar var frumsýnd í Smárabíói við mikil fagnaðarlæti og meira að segja lét forseti okkar Halla Tómasdóttir sig ekki vanta á viðburðinum. Öruggt má segja að margt hafi verið um manninn og flotta gesti enda var pakkað í sölum bíósins þetta kvöld.* Kvikmyndin er úr smiðju Snævars Sölva Sölvasonar… Lesa meira
Fréttir
Lætur fólki líða betur með sjálft sig og lífið
Ljósvíkingar er svona "feel-good" kvikmynd í ætt við Sideways og Little Miss Sunshine, segir leikstjórinn Snævar Sölvi Sölvason.
„Við kláruðum myndina í byrjun ágúst. Nú bíður maður bara spenntur eftir viðbrögðum áhorfenda í bíó,“ segir Snævar Sölvi Sölvason leikstjóri kvikmyndarinnar Ljósvíkinga í samtali við Kvikmyndir.is en myndin verður frumsýnd næstkomandi föstudag. Hann lýsir myndinni sem “feel-good” kvikmynd. “Nokkrar af mínum uppáhaldsmyndum eru eftir leikstjórann Alexander Payne, myndir eins… Lesa meira
Eftirleikir: Ógnartryllir með meiru – Sjáðu plakat og sýnishorn
„Þetta fellur allt heim og saman í kosmískum skilningi,“ segir Ólafur Árheim.
Sýnishorn og veggspjald fyrir íslenska ógnartryllinn Eftirleikir er lent en myndin fjallar um eftirleiki ofbeldisfullra átaka á milli nokkurra einstaklinga, sem eiga sér stað á þremur mismunandi tímapunktum yfir þrjá áratugi. Hver atburður er tengdur hinum í gegnum langvarandi afleiðingar og leiðir persónurnar að lokum til frumlegra hefndaraðgerða. Með helstu… Lesa meira
Ljósbrot veltir Alien úr toppsætinu
Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar fær sterka aðsókn.
Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar rauk beint í efsta sæti íslenska aðsóknarlista kvikmyndahúsa um helgina og hafa nú rúmlega 2.500 manns séð myndina. Spennumyndin Alien: Romulus er komin niður um eitt sæti og trónir núna með trompi í öðru sæti aðsóknarlistans. Ljósbrot var í vor opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes og hlaut þar góðar viðtökur… Lesa meira
Vinsældir Beetlejuice 1 komu Burton á óvart
Um fyrstu myndina segist Burton aldrei hafa skilið afhverju hún sló í gegn.
Það eru ekki margar kvikmyndir sem drepa aðalpersónurnar á fyrstu átta mínútunum. En það er einmitt það sem leikstjórinn Tim Burton gerði í fyrstu Beetlejuice kvikmyndinni þegar hann lætur Adam og Barbara Maitland, sem leikin eru af Alec Baldwin og Geena Davis, fljúga útaf brú og ofaní á í svefnbænum… Lesa meira
Svörtu sandar II: Það sem er ekki sagt gerðist ekki
Fyrsta sýnishornið úr annarri seríu af Svörtu söndum er komið í lofti ásamt veggspjaldi en þættirnir hefja göngu sína þann 6. október næstkomandi.
Fyrsta sýnishornið úr annarri seríu af sjónvarpsþáttunum Svörtu söndum er komið í loftið ásamt veggspjaldi en þættirnir hefja göngu sína þann 6. október næstkomandi. Um er að ræða beint framhald af fyrri seríu, en þráðurinn er tekinn upp fimmtán mánuðum eftir atburðina undir lok síðustu þáttaraðar. Í fyrstu seríu var… Lesa meira
Geimskrímsli á toppinn í annarri tilraun
Geimtryllirinn Alien: Romulus gerði sér lítið fyrir og laumaði sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans á sinni annarri viku í sýningum
Geimtryllirinn Alien: Romulus gerði sér lítið fyrir og laumaði sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans á sinni annarri viku í sýningum, en myndin var í öðru sæti listans í síðustu viku. It Ends With Us þarf því að sætta sig við annað sætið á vinsældarlistanum, eftir að hafa vermt það efsta… Lesa meira
Engin endalok hjá Þessu lýkur hér
Dramamyndin It Ends With US, eða Þessu lýkur hér, heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.
Dramamyndin It Ends With US, eða Þessu lýkur hér, heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð, en myndin er byggð á geysivinsælli skáldsögu. Geimskrímslin í Alien: Romulus gerðu sér lítið fyrir og kræktu sér í annað sæti listans og gáfu toppmyndinni talsverða samkeppni. Hin geysivinsæla Deadpool… Lesa meira
It Ends with Us beina leið á toppinn
Rómantíska dramamyndin It Ends with Us gerði sér lítið fyrir um helgina og ruddi Deadpool & Wolverine af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.
Rómantíska dramamyndin It Ends with Us gerði sér lítið fyrir um helgina og ruddi Deadpool & Wolverine af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, en þar hefur hún setið síðustu tvær vikur. Ný mynd ráðgátumeistarans M. Night Shyamalans fór beint í þriðja sæti listans og Borderlands, þriðja nýja mynd helgarinnar, fór í það… Lesa meira
25 ómissandi hinsegin kvikmyndir
Fögnum fjölbreytileikanum!
Tómas Valgeirsson skrifar: Hinsegin dagar hafa lengi verið haldnir hátíðlegir á þessum tíma í ágústmánuði og af því tilefni erum við öll hinsegin um helgina, hvort sem gleðigangan er haldin eður ei. Fögnum fjölbreytileikanum. En hvernig hefur kvikmyndasagan fjallað um eða talað til hinsegin hópa?Hvaða gullmolar standa upp úr, hvaða… Lesa meira
Deadpool og Wolverine komnir í sögubækurnar
Enn einn stórhittarinn hjá Marvel Studios.
Stuðmyndin Deadpool & Wolverine var frumsýnd á dögunum og var ávallt búist við miklum vinsældum, en svo virðist sem myndin hafi slegið hvert aðsóknarmetið á eftir öðru víða um heim, þ.á.m. vestanhafs. Myndin halaði inn 205 milljónum Bandaríkjadala um helgina - eða um 30,7 milljörðum íslenskra króna og er þar… Lesa meira
Robert Downey Jr. snýr aftur sem skúrkur
Fagnaðarlætin voru mikil en skoðanir eru skiptar.
Stórleikarinn Robert Downey Jr. snýr aftur til MCU (e. Marvel Cinematic Universe) myndaflokksins, nema nú í hlutverki gríðarlega vinsæla skúrksins Victor von Doom, eða Doctor Doom, í komandi Avengers-mynd. Þetta var tilkynnt á San Diego Comic Con hátíðinni við mikil fagnaðarlæti en er öruggt að fullyrða að þessar fregnir hafa… Lesa meira
Hrollur beint á toppinn
Hin stórvinsæla Longlegs er trúlega óvæntasti smellur sumarsins.
Spennuhrollvekjan Longlegs var frumsýnd nú á dögunum og velti Gru og skósveinum hans úr toppsæti íslenska bíóaðsóknarlistans. Alls hafa rúmlega fjögur þúsund Íslendingar séð Longlegs þegar þetta er ritað, en Despicable Me 4 heldur áfram góðu róli með tæplega 30 þúsund gesti. Longlegs hefur náð gríðarlegum vinsældum um heim allan… Lesa meira
Þessir Íslendingar eru tilnefndir í ár
Þrír Íslendingar hljóta tilnefningu til Emmy-verðlaunanna í ár.
Alls hljóta níu Íslendingar tilnefningu til Emmy verðlaunanna í ár. Atli Örvarsson fær tilnefningu fyrir tónlistina í þáttaröðinni Silo. Atli hlaut BAFTA verðlaun fyrr á árinu fyrir sömu tónlist. Eggert Ketilsson (Production SFX Supervisor) er tilnefndur fyrir sjónrænar brellur í þáttaröðinni True Detective: Night Country, ásamt Barney Curnow, Jan Guilfoyle, Simon Stanley-Clamp, Manuel… Lesa meira
Styttist í Beetlejuice Beetlejuice
Glæný stikla er lent ásamt plakati.
Glæný stikla er lent ásamt plakati fyrir framhaldsmyndina Beetlejuice Beetlejuice en myndin er væntanleg þann 6. september næstkomandi. Líkt og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða framhald af hinni stórfrægu Beetlejuice frá 1988 og er Tim Burton aftur sestur í leikstjórastólinn. [movie id=236] Þau Michael Keaton, Winona… Lesa meira
10 kvikmyndir um tunglið
Í ljósi þess að rómantíska gamanmyndin Fly Me to the Moon lendir í kvikmyndahúsum bráðlega, er vert að skoða hvaða fleiri bíómyndir eru í boði þar sem sjálft tunglið er í brennidepli.
Úr kvikmyndinni A Trip to the Moon (1902) Í ljósi þess að rómantíska gamanmyndin Fly Me to the Moon lendir í kvikmyndahúsum bráðlega, er vert að skoða hvaða fleiri bíómyndir eru í boði þar sem sjálft tunglið er í brennidepli.Athugaðu hversu margar þú hefur séð. [movie id=5399] [movie id=306] [movie… Lesa meira
NASA var með í gríninu
Það er svo sannarlega meira en að segja það að koma manneskju á mánann og hvað þá á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar þegar tæknin var ekki alveg sú sama og í dag!
Það er svo sannarlega meira en að segja það að koma manneskju á mánann og hvað þá á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar þegar tæknin var ekki alveg sú sama og í dag! Í rómantísku gamanmyndinni Fly Me To the Moon, eftir Greg Barlanti, leika þau Scarlett Johansson og Channing Tatum… Lesa meira
Shelley Duvall er látin
Bandaríska leikkonan Shelley Duvall er látin, 75 ára að aldri.
Bandaríska leikkonan Shelley Duvall er látin, 75 ára að aldri. Sykursýki og fylgikvillar hennar urðu Duvall að falli. Dan Gilroy, sambýlismaður hennar til margra ára, staðfesti andlátið við The Hollywood Reporter. Hún lést í svefni á heimili sínu í borginni Blanco í Texas. Duvall er best þekkt fyrir leik sinn… Lesa meira
Bransadagar hjá IceDocs handan við hornið
Alþjóðlega heimildamyndahátíðin IceDocs fer fram dagana 17.-21. júlí.
Alþjóðlega heimildamyndahátíðin IceDocs fer fram á Akranesi dagana 17.-21. júlí. Dagskrá hátíðarinnar í heild má skoða hér, en að neðan má sjá hvernig bransadagskrá hátíðarinnar lítur út. Föstudagur 10:00 Marta Andreu – 3 Layers: Masterklassi á netinu. Hlekkur á icedocs.is. Sendið póst á icedocs@icedocs.is fyrir frekari upplýsingar. 12:15 Hádegisspjall: Helle Hansen… Lesa meira
Íslensk hlaðvörp um kvikmyndir og þætti
Nýjung á vefnum. Kíktu á listann!
Hlaðvarpsmenning á Íslandi er með líflegasta móti og því er ekki verra að hafa allt úrvalið á einum stað. Vefstjórn Kvikmyndir.is kynnir hér með nýjan lið undir yfirskriftinni ‘Kvikmyndahlaðvörp’. Ef þú ert í leit að yfirliti yfir íslensk hlaðvörp (virk sem óvirk) um kvikmyndir og/eða sjónvarpsþætti, þá er þetta kjörinn… Lesa meira
Sjarmi og stemning af gamla skólanum
Fyrstu dómarnir fyrir Fly Me to the Moon eru lentir.
Fly Me to the Moon er skemmtilega óhefðbundin rómantísk gamanmynd með gamaldags sniði þar sem sjarmann vantar ekki hjá stórleikurunum Channing Tatum og Scarlett Johansson. Svo vilja að minnsta kosti fyrstu umsagnir gagnrýnenda meina og er samantekt allnokkurra sú að myndin haldi flugi með retró-stemningu og nái góðri lendingu. Hermt… Lesa meira
Skósveinar velta tilfinningum úr toppsætinu
Gru og skósveimarnir trekkja fjölskyldurnar enn að í bílförmum.
Fjórða myndin í Despicable Me seríunni sívinsælu (og í rauninni sú sjöunda þar sem margdáðu skósveinunum bregður fyrir) skaust beint í toppsæti íslenska aðsóknarlistans nú um helgina og velti þar með nýjustu stórmynd Pixars úr sessi. Tilfinningarnar í Inside Out 2 höfðu haldið óhaggandi vinsældum í efsta sæti listans síðastliðnar… Lesa meira
Sjáðu MaXXXine á sérstakri forsýningu
Um er að ræða þriðju kvikmyndina í svonefnda ‘X-þríleiknum’ frá Ti West (X, Pearl)
Sérstök ‘forsýning’ verður haldin á hryllingstryllinum MaXXXine þann 18. júlí næstkomandi. Ekki er enn komin dagsetning á almenna frumsýningu myndarinnar hér á landi en forsýningin verður í AXL sal Laugarásbíós klukkan 20:30 og hægt er að tryggja sér miða hér. Myndin hefur hlotið prýðisviðtökur erlendis og jákvæða dóma gagnrýnenda. Um… Lesa meira
Bestu og verstu bíósalirnir á höfuðborgarsvæðinu
Heimir Bjarnason kvikmyndagerðarmaður skoðar hvernig salirnir á höfuðborgarsvæðinu raðast upp eftir gæðum og þægindum.
Það er engu líkt að sækja kvikmyndahús og njóta þar magnaðra bíómynda. Upplifunin snýst þó ekki aðeins um stærð tjaldsins heldur einnig um almenn gæði og þægindi salarins auk ýmissa smáatriða. En skoðum hvernig salirnir á höfuðborgarsvæðinu raðast upp, frá þeim versta til hins besta. Það er Heimir Bjarnason kvikmyndagerðarmaður… Lesa meira
Horfði á Húsið á sléttunni
Georgia MacPhail er eitt af nýstirnum sumarsins í Hollywood eftir að hafa tryggt sér eftirsótt hlutverk Elizabeth Kittredge í vestranum Horizon: An American Saga Chapter 1.
Georgia MacPhail er eitt af nýstirnum sumarsins í Hollywood eftir að hafa tryggt sér eftirsótt hlutverk Elizabeth Kittredge í vestranum Horizon: An American Saga Chapter 1. Næm túlkun hennar er sögð ná tangarhaldi á áhorfendum en Kittredge er ung kona sem þarf að fullorðnast í skyndi til að vernda ástvini… Lesa meira
Sígildar myndir í kvikmyndahúsum framundan
Kíktu á listann yfir þá gullmola og eldri bíómyndir sem sýndar verða í kvikmyndahúsum á næstunni.
Hér að neðan má finna dagskránna fyrir þær klassísku myndir og aðra gullmola sem sýndir verða í kvikmyndahúsum landsins út árið. *Athugið að dagskráin er/verður reglulega uppfærð í samræmi við liðna atburði 21. NÓVEMBER - HIGH PLAINS DRIFTER (1973) SMÁRABÍÓ [movie id=421] 22. NÓVEMBER - CRY BABY (1990) BÍÓ PARADÍS… Lesa meira
Krasinski hreifst af Cage myndinni og vildi leikstjórann
A Quiet Place: Day One leikstjórinn Michael Sarnoski segist hafa verið ráðinn að myndinni af því að handritshöfundurinn John Krasinski hreifst af Pig, eða Svíni.
A Quiet Place: Day One leikstjórinn Michael Sarnoski segist hafa verið ráðinn að myndinni af því að handritshöfundurinn John Krasinski hreifst af Pig, eða Svíni, fyrstu kvikmyndinni sem Sarnoski gerði í fullri lengd. „John Krasinski sá Pig. Honum hlýtur að hafa líkað vel við myndina því hann hafði samband og… Lesa meira
Inside Out 2 komin yfir 26 þúsund gesti
Pixar haggast ekki úr toppsæti aðsóknarlista kvikmyndahúsa víða um veröld.
Stórmyndin Inside Out 2 rígheldur í efsta sæti aðsóknarlista kvikmyndahúsa víða um heim. Ísland er þar vissulega engin undantekning en yfir 26 þúsund manns hafa séð hana í bíó þegar þetta er ritað. Inside Out 2 er framhald af Inside Out sem sló rækilega í gegn þegar hún var frumsýnd… Lesa meira
Stritaði við Chicago hreiminn
Breska leikkonan Jodie Comer, aðalleikkona The Bikeriders, sem komin er í bíó á Íslandi, átti erfitt með að ná tökum á Chicago hreimnum sem hún þurfti að nota í kvikmyndinni.
Breska leikkonan Jodie Comer, aðalleikkona The Bikeriders, sem komin er í bíó á Íslandi, átti erfitt með að ná tökum á Chicago-hreimnum sem hún þurfti að nota í kvikmyndinni. Eins og fram kemur í vefritinu The Hollywood Reporter hefur leikkonan lagt sig fram um að ná tökum á mismunandi hreimum… Lesa meira
Spurning um hjarta en ekki parta
Stikla kvikmyndarinnar Ljósvíkingar eftir Snævar Sölvason er komin út.
„Ég er pan, ef þú endilega vilt vita. Þá er þetta spurning um hjarta en ekki parta“ Stikla kvikmyndarinnar Ljósvíkingar eftir Snævar Sölvason (Albatross, Eden) er komin út, en myndin fjallar um æskuvinina Hjalta og Björn sem reka fiskveitingastað í heimabæ sínum yfir sumartímann. Þegar þeir fá óvænt tækifæri til að hafa… Lesa meira