Dystópíski spennutryllirinn VAKA er á leið í framleiðslu.
Dystópíski spennutryllirinn VAKA er á leið í framleiðslu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sagafilm. Þar segir að serían sé eftir Brynju Björk sem einnig skrifar handrit ásamt Pauline Wolff. Leikstjóri er Henrik Georgsson og Aliette Opheim og Jonas Karlsson leika aðalhlutverk. Jonas Karlsson og Aliette Opheim. Þættirnir,… Lesa meira
Fréttir
Pandan sigraði Dune
Teiknimyndin Kung Fu Panda 4 gerði sér lítið fyrir og ýtti stórmyndinni Dune: Part Two af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi.
Teiknimyndin Kung Fu Panda 4 gerði sér lítið fyrir og ýtti stórmyndinni Dune: Part Two af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi, bæði hér á Íslandi og í Bandaríkjunum. Níu þúsund manns sáu myndina hér á landi en 5.200 sáu Dune. Í þriðja sætinu, niður um eitt sæti milli vikna… Lesa meira
Sagan mátti ekki vera gömul og þreytt
Leikstjóri Kung Fu Panda 4 segir að leitin að réttu sögunni til að segja af endurkomu Drekastríðsmannsins hafi verið það allra mikilvægasta.
Leikstjóri teiknimyndarinnar Kung Fu Panda 4, sem komin er í bíó hér á landi, Mike Mitchell, segir að leitin að réttu sögunni til að segja af endurkomu Drekastríðsmannsins í myndinni hafi verið það allra mikilvægasta við verkefnið. Mitchell var meðframleiðandi að Kung Fu Panda 3 en hefur nú sest sjálfur… Lesa meira
Rústa táknmyndum æskunnar
Hrollvekjan Imaginary fjallar um sakleysið sem felst í því að eiga ímyndaða vini, ímyndunarafl barna og tuskubangsann Chaunsey, sem er ekki allur þar sem hann er séður.
Hrollvekjan Imaginary, sem komin er í bíó hér á Íslandi, fjallar um sakleysið sem felst í því að eiga ímyndaða vini, ímyndunarafl barna og tuskubangsann Chaunsey, sem breytist skyndilega úr saklausu leikfangi í eitthvað dimmt, drungalegt og ískyggilegt. En afhverju varð bangsi fyrir valinu ? „Afhverju ekki,“ segir leikstjórinn Jeff… Lesa meira
Risahelgi hjá Dune: Part Two
Stórmyndin Dune: Part Two sló í gegn í miðasölunni á Íslandi og erlendis nú um helgina.
Stórmyndin Dune: Part Two sló í gegn í miðasölunni á Íslandi og erlendis nú um helgina. Næstum 7.500 manns mættu í bíó á Íslandi til að sjá myndina og tekjur voru rúmar fimmtán milljónir króna. Bíógestir sem kvikmyndir.is ræddu við um myndina eru á einu máli um að Dune: Part… Lesa meira
Töfrandi tæknibrellur í Dune: Part Two
Tæknibrellurnar í Dune: Part Two eru töfrandi. Þú finnur fyrir þeim í sálu þinni.
Tæknibrellurnar í Dune: Part Two eru töfrandi. Þú finnur fyrir þeim í sálu þinni, þær eru ekki eitthvað til að vera að brjóta heilann um. Þetta eru orð úr fjögurra stjarna dómi Robbie Collin í breska blaðinu The Telegraph en kvikmyndin, sem margir hafa beðið spenntir eftir, var frumsýnd hér… Lesa meira
Bob Marley áfram vinsælastur
Reggí goðsögnin jamaíkanska Bob Marley í kvikmyndinni Bob Marley: One Love er á toppi íslenska bíóaðsóknrlisans aðra vikuna í röð.
Reggí goðsögnin jamaíkanska Bob Marley í kvikmyndinni Bob Marley: One Love er á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Um tvö þúsund manns sáu myndina um síðustu helgi. Í öðru sæti listans, líkt og í vikunni á undan, er fyrrum toppmyndin, gamanmyndin Fullt hús, eftir Sigurjón Kjartansson. Í þriðja… Lesa meira
Natatorium: Á suðupunkti í sundlaug dauðans
„Ferskur snúningur á kunnuglegt form. Frábærlega unnin og helvíti flott sýn.“
Tómas Valgeirsson skrifar: Eflaust hafa flestir einstaklingar á skerinu okkar kalda upplifað matarboð, segjum jafnvel fjölskylduboð, þar sem allt spilast út á yfirborðinu eins og í tryggingaauglýsingu. Allt tikkar í ákveðin box formlegra félagslegra viðmiða en samt er einhver óþægilegur andi í loftinu. Þá fara óuppgerð mál með ósagðri togstreitu… Lesa meira
Reggí hljómar á toppnum
Reggígoðsögnin Bob Marley í myndinni Bob Marley: One Love settist á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi.
Reggígoðsögnin Bob Marley í myndinni Bob Marley: One Love settist á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi og Fullt hús, toppmynd síðustu þriggja vikna, þurfti að láta sér lynda annað sætið. Rúmlega tólf þúsund manns hafa nú séð Fullt hús frá frumsýningu. Þriðja vinsælasta kvikmynd landsins er svo Madame Web… Lesa meira
Oppenheimer: Hvellur og skellur brautryðjanda
„Fyrirtaks nálgun á 'biopic' sögu sem er vel unnin og grípandi. Algjör „pabbamynd“ en af betri gerðinni.“
Tómas Valgeirsson skrifar: “Now I Am Become Death, the Destroyer of Worlds” Þetta voru hin frægu orð J. Roberts Oppenheimer, oft kallaður ‘faðir atómsprengjunnar,’ en orðin koma úr trúartexta Hindúa. Lét hann frasann falla eftir að fyrsta kjarnorkutilraunin varð að veruleika. Heimurinn yrði aldrei samur til frambúðar og margir sem unnu… Lesa meira
Græðgi að segja sögur allra
S.J. Clarkson, leikstjóri ofurhetjumyndarinnar Madame Webb, sem komin er í bíó á Íslandi, útskýrir í nýrri grein í vefritinu Deadline afhverju aðrar köngulóarkonur voru ekki útskýrðar í þaula í myndinni.
S.J. Clarkson, leikstjóri ofurhetjumyndarinnar Madame Web, sem komin er í bíó á Íslandi, útskýrir í nýrri grein í vefritinu Deadline afhverju aðrar köngulóarkonur voru ekki útskýrðar í þaula í myndinni. Kvikmyndin, sem er með Dakota Johnson í titilhlutverkinu, segir upprunasögu Cassandra “Cassie” Webb, síðar þekkt sem Madame Web, eða Frú… Lesa meira
Fór í stranga megrun fyrir Bob Marley: One Love
Kingsley Ben-Adir, sem leikur jamaíska reggítónlistarmanninn Bob Marley í bíómyndinni Bob Marle One Love sem komin er í bíó hér á Íslandi, lagði mikið á sig í undirbúningi fyrir tökur myndarinnar.
Breski leikarinn Kingsley Ben-Adir, sem leikur jamaíska reggítónlistarmanninn Bob Marley í bíómyndinni Bob Marley: One Love sem komin er í bíó hér á Íslandi, lagði mikið á sig í undirbúningi fyrir tökur myndarinnar. Bob Marley er einn áhrifaríkasti popptónlistarmaður tuttugustu aldarinnar. Meðal þess sem leikarinn gerði var að fara í… Lesa meira
Deadpool kitla sló heimsmet
Everyone deserves a happy ending… stiklan sem allir hafa beðið eftir fyrir ofurhetjukvikmyndina Deadpool & Wolverine, sló heimsmet þegar hún var frumsýnd á sunnudaginn síðasta
Everyone deserves a happy ending… kitlan sem allir hafa beðið eftir fyrir ofurhetjukvikmyndina Deadpool & Wolverine, sló heimsmet þegar hún var frumsýnd á sunnudaginn síðasta með 365 milljón áhorf á 24 klukkutímum. Leikstjóri myndarinner er Shawn Levy en helstu leikarar eru Ryan Reynolds, Hugh Jackman, Emma Corrin, Morena Baccarin, Rob… Lesa meira
Fullt hús: Úr „Að duga eða drepast“ yfir í „Þetta reddast“
„Stórfyndið sýnisdæmi um hversu langt er hægt að fara með hið klassíska „þetta reddast“ hugarfar Íslendinga“
Tómas Valgeirsson skrifar: Lífið er soddan farsi, samspil og samansafn reddinga. Í skemmtibransanum er svona atburðarás oft kennd við það að hrista bara af sér hindranirnar og „halda áfram með sjóið,“ sama hvað, sem er nokkurn veginn kjarninn í gamanmyndinni Fullt hús, þar sem Sigurjón Kjartansson sér um handrit og sest í leikstjórastólinn.… Lesa meira
Flugurnar þorðu ekki að stinga Statham
Jason Statham er mættur í hefndartryllinum The Beekeeper sem komin er í bíó á Íslandi.
Jason Statham hefur nú um áratugaskeið byggt upp ímynd sem einn af hörðustu mönnum Hollywood. Statham er sannkallað hasartröll sem getur bæði látið mestu fauta finna til tevatnsins sem og risastóra forsögulega hákarla svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta og meira til leikur í höndunum á manninum. Hann hefur einnig… Lesa meira
Fullt hús áfram á fullu skriði
Íslenska gamanmyndin Fullt hús eftir Sigurjón Kjartansson situr áfram á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð.
Íslenska gamanmyndin Fullt hús eftir Sigurjón Kjartansson situr áfram á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Næstum átján hundruð manns sáu myndina í bíó um síðustu helgi og samanlegt hafa rúmlega 6.100 séð myndina. Tekjur eru samtals 12,4 milljónir króna. Njósnir í öðru sæti Í öðru sæti listans er… Lesa meira
Poor Things: Siðspillta og spólgraða leitin að sjálfinu
„Leiksigur Stone er óumdeilanlegur og þessi marglaga og meinfyndna kvikmynd er ferlega frískandi bíó og það meira.“
Tómas Valgeirsson skrifar: Poor Things er makalaust forvitnileg og lævís skepna í gervi bitastæðs búningadrama með Óskarsverðlaunaglansi. Frá fyrstu römmum liggur í augum uppi að þessi kvikmynd hefur eitthvað mun afbrigðilegra, hvassara, ruglaðra, fantasíukenndara og hugmyndaríkara upp í erminni. Síendurtekið, í tvo(+) klukkutíma. Þvílíka veislan. Hér höfum við einhverja nýstárlega tegund af Frankenstein-sögu með retró-ívafi… Lesa meira
26 Pixar myndir frá verstu til bestu
Teiknimyndafyrirtækið Pixar hefur nú verið við lýði í næstum þrjá áratugi. Sjáðu hvernig 26 myndir raðast eftir gæðum.
Teiknimyndafyrirtækið Pixar hefur verið við lýði í næstum þrjá áratugi, en bráðum 28 ár eru frá því fyrsta myndin í fullri lengd kom frá fyrirtækinu. Vefritið Men´s Health raðaði tuttugu og sex myndum í röð eftir gæðum og má sjá listann hér fyrir neðan. [Ath. listinn var gerður áður en… Lesa meira
Engin líkari mér en þessi persóna
Bryce Dallas Howard, aðalleikkona njósnamyndarinnar Argylle, segir að persónan sem hún leikur sé lík henni sjálfri.
Bryce Dallas Howard, aðalleikkona njósnamyndarinnar Argylle, sem komin er í bíó á Íslandi, segir að persónan sem hún leikur, hlédrægur njósnasöguhöfundur sem lendir í hringiðu alvöru neðanjarðar glæpasamtaka, sé lík henni sjálfri. „Þetta er ný tegund persónu og mögulega er hún líkust mér sem einstaklingi en önnur hlutverk sem ég… Lesa meira
Fullt hús fór beint á toppinn
Fullt hús, ný gamanmynd Sigurjóns Kjartanssonar, fór rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um nýliðna helgi.
Fullt hús, ný gamanmynd Sigurjóns Kjartanssonar með Hilmi Snæ Guðnasyni í hlutverki sellóleikara sem flytur heim til Íslands og gengur til liðs við íslenskan kammerhóp, fór rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um nýliðna helgi. Hátt í 2.200 manns sáu myndina og tekjurnar voru tæpar fimm milljónir króna. Toppmynd síðustu þriggja… Lesa meira
Hundur sem rímar og brúða með ímyndunarafl
Teiknimyndin Bestu vinir, eða The Inseperables, er komin í bíó. Þar kynnast leikbrúðan, Don, sem er á flótta úr brúðuleikhúsinu, og yfirgefni tuskuhundurinn DJ Doggy Dog.
Teiknimyndin Bestu vinir, eða The Inseperables, er komin í bíó. Þar kynnast leikbrúðan, Don, sem er á flótta úr brúðuleikhúsinu, og yfirgefni tuskuhundurinn DJ Doggy Dog sem þráir að eignast góðan vin. Þeir rekast á hvorn annan í Central Park í New York og halda svo inn í borgina til… Lesa meira
Hlaðborð gamanleikara í Fullu húsi
Ný íslensk gamanmynd, Fullt hús, verður frumsýnd í dag. Myndin er eftir grínistann, handritshöfundinn og leikstjórann með meiru, Sigurjón Kjartansson, en myndin er hans fyrsta í fullri lengd.
Ný íslensk gamanmynd, Fullt hús, verður frumsýnd í dag. Myndin er eftir grínistann, handritshöfundinn og leikstjórann með meiru, Sigurjón Kjartansson, en myndin er hans fyrsta í fullri lengd. Sigurjón segist í samtali við Morgunblaðið sjaldan hafa upplifað jafn skemmtilegt ferli og í tökum á myndinni. „Ég hef sjaldan upplifað jafn… Lesa meira
Anyone But You komin í 28 milljónir
Skvísumyndin Anyone But You sem byggð er á sögu William Shakespeare, Much Ado about Nothing, situr sem fastast á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, þriðju vikuna í röð.
Skvísumyndin Anyone But You sem byggð er á sögu William Shakespeare, Much Ado about Nothing, situr sem fastast á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, þriðju vikuna í röð. Samanlagðar tekjur myndarinnar eru nú orðnar tæpar 28 milljónir króna. Í öðru sæti líkt og í síðustu viku er toppmyndin í Bandaríkjunum, Mean Girls,… Lesa meira
Fullorðin með barnsheila
Samstarf gríska leikstjórans Yorgos Lanthimos og bandarísku leikkonunnar Emmu Stone hefur verið einstaklega gjöfult svo ekki sé meira sagt.
Samstarf gríska kvikmyndaleikstjórans Yorgos Lanthimos og bandarísku leikkonunnar Emmu Stone hefur enn einu sinni borið ríkulegan ávöxt. Nýjasta mynd þeirra, Poor Things, er komin í bíó hér á Íslandi og er nú þegar spáð velgengni á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar. Myndin fékk Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum síðasta haust. Aðrar… Lesa meira
Mean Girls veldi Tinu Fey
Mean Girls ævintýrið byrjaði árið 2004 með upphaflegu Mean Girls myndinni.
Kvikmyndin Mean Girls, sem gamanleikkonan og handritshöfundurinnn Tina Fey vann upphaflega upp úr skáldsögu Rosalind Wiseman, Queen Bees and Wannabes, er orðin hálfgert afþreyingarveldi eins og fjallað er um í grein bandaríska dagblaðsins The New York Times. Tekjur upphaflegu myndarinnar í bíó, sem frumsýnd var árið 2004, námu litlum 130… Lesa meira
Enn blómstrar ástin á toppnum
Rómantíska gamanmyndin Anyone But You heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð.
Rómantíska gamanmyndin Anyone But You heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Ný mynd, Mean Girls, gerði þó harða atlögu að toppinum, en tekjur á kvikmyndina um síðustu helgi voru 4,7 milljónir króna á meðan tekjur Anyone But You voru 5,8 milljónir. Í þriðja sæti á… Lesa meira
Mesta áskorunin – Bætti á sig sjö kílóum
Hinn sannsögulega The Iron Claw var mesta áskorun leikarans Zac Efron á ferlinum sem spannar nú meira en tvo áratugi. En á góðan hátt þó. Myndin er komin í bíó á Íslandi.
Hinn sannsögulega The Iron Claw var mesta áskorun leikarans Zac Efron á ferlinum sem spannar nú meira en tvo áratugi. En á góðan hátt þó. Myndin er komin í bíó á Íslandi. Þetta kemur fram í samtali kvikmyndaritsins Deadline við leikarann. Í kvikmyndinni, sem leikstýrt er af Sean Durkin, er… Lesa meira
Ástin kom sá og sigraði
Rómantíska gamanmyndin Anyone But You kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi.
Rómantíska gamanmyndin Anyone But You kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi, ný á lista, en næstum 4.500 manns borguðu sig inn til að sjá þessa skemmtilegu mynd. Í öðru sæti á listanum er toppmynd síðustu þriggja vikna, súkkulaðisöngleikurinn Wonka, en næstum 1.900 manns sáu myndina um… Lesa meira
Vilja ná að skora eitt mark
Next Goal Wins, sem komin er í bíó á Íslandi, segir hvetjandi sögu byggða á sannsögulegum atburðum, af landsliði Bandarísku Samóaeyja.
Next Goal Wins, sem komin er í bíó á Íslandi, segir hvetjandi sögu byggða á sannsögulegum atburðum, af fótboltalandsliði Bandarísku Samóaeyja. Eyjarnar eru staðsettar í Kyrrahafinu, miðja vegu milli Nýja Sjálands og Hawaii. Þær eru fimm allt í allt auk tveggja kóraleyja. 55 þúsund manns búa á eyjunum. Þegar hollensk-bandaríska… Lesa meira
Foreldrarnir fóru fjórtán sinnum í bíó
Glen Powell leikur annað aðalhlutverkið í Anyone But You sem komin er í bíó!
Þegar Top Gun: Maverick var frumsýnd í bíó var grínast með það á Twitter, nú X, að foreldrar Glen Powell, annars aðalleikara rómantísku gamanmyndarinnar Anyone but You, sem komin er í bíó á Íslandi, hefðu séð myndina fjórtán sinnum í bíó, enda var sonurinn þar í áberandi hlutverki. Powell tísti… Lesa meira