Fréttir

Fullt hús fór beint á toppinn


Fullt hús, ný gamanmynd Sigurjóns Kjartanssonar, fór rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um nýliðna helgi.

Fullt hús, ný gamanmynd Sigurjóns Kjartanssonar með Hilmi Snæ Guðnasyni í hlutverki sellóleikara sem flytur heim til Íslands og gengur til liðs við íslenskan kammerhóp, fór rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um nýliðna helgi. Hátt í 2.200 manns sáu myndina og tekjurnar voru tæpar fimm milljónir króna. Toppmynd síðustu þriggja… Lesa meira

Hundur sem rímar og brúða með ímyndunarafl


Teiknimyndin Bestu vinir, eða The Inseperables, er komin í bíó. Þar kynnast leikbrúðan, Don, sem er á flótta úr brúðuleikhúsinu, og yfirgefni tuskuhundurinn DJ Doggy Dog.

Teiknimyndin Bestu vinir, eða The Inseperables, er komin í bíó. Þar kynnast leikbrúðan, Don, sem er á flótta úr brúðuleikhúsinu, og yfirgefni tuskuhundurinn DJ Doggy Dog sem þráir að eignast góðan vin. Þeir rekast á hvorn annan í Central Park í New York og halda svo inn í borgina til… Lesa meira

Hlaðborð gamanleikara í Fullu húsi


Ný íslensk gamanmynd, Fullt hús, verður frumsýnd í dag. Myndin er eftir grínistann, handritshöfundinn og leikstjórann með meiru, Sigurjón Kjartansson, en myndin er hans fyrsta í fullri lengd.

Ný íslensk gamanmynd, Fullt hús, verður frumsýnd í dag. Myndin er eftir grínistann, handritshöfundinn og leikstjórann með meiru, Sigurjón Kjartansson, en myndin er hans fyrsta í fullri lengd. Sigurjón segist í samtali við Morgunblaðið sjaldan hafa upplifað jafn skemmtilegt ferli og í tökum á myndinni. „Ég hef sjaldan upplifað jafn… Lesa meira

Anyone But You komin í 28 milljónir


Skvísumyndin Anyone But You sem byggð er á sögu William Shakespeare, Much Ado about Nothing, situr sem fastast á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, þriðju vikuna í röð.

Skvísumyndin Anyone But You sem byggð er á sögu William Shakespeare, Much Ado about Nothing, situr sem fastast á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, þriðju vikuna í röð. Samanlagðar tekjur myndarinnar eru nú orðnar tæpar 28 milljónir króna. Í öðru sæti líkt og í síðustu viku er toppmyndin í Bandaríkjunum, Mean Girls,… Lesa meira

Fullorðin með barnsheila


Samstarf gríska leikstjórans Yorgos Lanthimos og bandarísku leikkonunnar Emmu Stone hefur verið einstaklega gjöfult svo ekki sé meira sagt.

Samstarf gríska kvikmyndaleikstjórans Yorgos Lanthimos og bandarísku leikkonunnar Emmu Stone hefur enn einu sinni borið ríkulegan ávöxt. Nýjasta mynd þeirra, Poor Things, er komin í bíó hér á Íslandi og er nú þegar spáð velgengni á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar. Myndin fékk Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum síðasta haust. Aðrar… Lesa meira

Mean Girls veldi Tinu Fey


Mean Girls ævintýrið byrjaði árið 2004 með upphaflegu Mean Girls myndinni.

Kvikmyndin Mean Girls, sem gamanleikkonan og handritshöfundurinnn Tina Fey vann upphaflega upp úr skáldsögu Rosalind Wiseman, Queen Bees and Wannabes, er orðin hálfgert afþreyingarveldi eins og fjallað er um í grein bandaríska dagblaðsins The New York Times. Tekjur upphaflegu myndarinnar í bíó, sem frumsýnd var árið 2004, námu litlum 130… Lesa meira

Enn blómstrar ástin á toppnum


Rómantíska gamanmyndin Anyone But You heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð.

Rómantíska gamanmyndin Anyone But You heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Ný mynd, Mean Girls, gerði þó harða atlögu að toppinum, en tekjur á kvikmyndina um síðustu helgi voru 4,7 milljónir króna á meðan tekjur Anyone But You voru 5,8 milljónir. Í þriðja sæti á… Lesa meira

Mesta áskorunin – Bætti á sig sjö kílóum


Hinn sannsögulega The Iron Claw var mesta áskorun leikarans Zac Efron á ferlinum sem spannar nú meira en tvo áratugi. En á góðan hátt þó. Myndin er komin í bíó á Íslandi.

Hinn sannsögulega The Iron Claw var mesta áskorun leikarans Zac Efron á ferlinum sem spannar nú meira en tvo áratugi. En á góðan hátt þó. Myndin er komin í bíó á Íslandi. Þetta kemur fram í samtali kvikmyndaritsins Deadline við leikarann. Í kvikmyndinni, sem leikstýrt er af Sean Durkin, er… Lesa meira

Ástin kom sá og sigraði


Rómantíska gamanmyndin Anyone But You kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi.

Rómantíska gamanmyndin Anyone But You kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi, ný á lista, en næstum 4.500 manns borguðu sig inn til að sjá þessa skemmtilegu mynd. Í öðru sæti á listanum er toppmynd síðustu þriggja vikna, súkkulaðisöngleikurinn Wonka, en næstum 1.900 manns sáu myndina um… Lesa meira

Vilja ná að skora eitt mark


Next Goal Wins, sem komin er í bíó á Íslandi, segir hvetjandi sögu byggða á sannsögulegum atburðum, af landsliði Bandarísku Samóaeyja.

Next Goal Wins, sem komin er í bíó á Íslandi, segir hvetjandi sögu byggða á sannsögulegum atburðum, af fótboltalandsliði Bandarísku Samóaeyja. Eyjarnar eru staðsettar í Kyrrahafinu, miðja vegu milli Nýja Sjálands og Hawaii. Þær eru fimm allt í allt auk tveggja kóraleyja. 55 þúsund manns búa á eyjunum. Þegar hollensk-bandaríska… Lesa meira

Foreldrarnir fóru fjórtán sinnum í bíó


Glen Powell leikur annað aðalhlutverkið í Anyone But You sem komin er í bíó!

Þegar Top Gun: Maverick var frumsýnd í bíó var grínast með það á Twitter, nú X, að foreldrar Glen Powell, annars aðalleikara rómantísku gamanmyndarinnar Anyone but You, sem komin er í bíó á Íslandi, hefðu séð myndina fjórtán sinnum í bíó, enda var sonurinn þar í áberandi hlutverki. Powell tísti… Lesa meira

Wonka í þriðja sinn á toppinum


Wonka, söngvamyndin um samnefndan súkkulaðigerðarmann, heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þriðju vikuna í röð.

Wonka, söngvamyndin um samnefndan súkkulaðigerðarmann, heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þriðju vikuna í röð. Um 1.900 manns sáu myndina um síðustu helgi og tekjurnar voru 3,2 milljónir króna. Tekjur Wonka samtals frá frumsýningu eru 22,6 milljónir króna. Í öðru sætinu er ný mynd, teiknimyndin Endur, eða Migration eins… Lesa meira

Banks blakaði höndunum


Kvikmyndavefsíðan Screen Rant tók tvo af aðalleikurum teiknimyndarinnar Anda, eða Migration, tali á dögunum en myndin var frumsýnd hér á landi fyrir helgi.

Kvikmyndavefsíðan Screen Rant tók tvo af aðalleikurum teiknimyndarinnar Anda, eða Migration, tali á dögunum en myndin var frumsýnd hér á landi fyrir helgi. Elizabeth Banks, sem fer með hlutverk Pam, segir að stór hluti talsetningarinnar hafi farið fram í faraldrinum. „Ég smeygði mér í gegnum hljóðverið án þess að hitta… Lesa meira

Lengi talið að Bandaríkjamenn hefðu ekki áhuga


Það tók hinn áttræða leikstjóra Michael Mann þrjátíu ár að koma Ferrari, kvikmyndinni sem frumsýnd var fyrr í vikunni hér á Íslandi, á hvíta tjaldið.

Það tók hinn áttræða leikstjóra Michael Mann þrjátíu ár að koma hinni ævisögulegu Ferrari, kvikmyndinni sem frumsýnd var fyrr í vikunni hér á Íslandi, á hvíta tjaldið. Á því tímabili hefur hann margsinnis rekist á veggi og skipt um leikara en nú loksins er myndin komin í bíó. Það var… Lesa meira

Wonka áfram vinsælust


Wonka heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð.

Wonka heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Það er því ljóst að sjálfri ofurhetjunni Aquaman í kvikmyndinni Aquaman and the Last Kingdom tókst ekki að velta Wonka úr sessi. Myndin settist í annað sæti listans eftir sýningar síðustu helgar. Ekki er þó öll nótt úti… Lesa meira

Momoa mögulega ekki aftur Aquaman


DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman and the Lost Kingdom með Jason Momoa í titilhlutverkinu er komin í bíó á Íslandi.

DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman and the Lost Kingdom með Jason Momoa í titilhlutverkinu er komin í bíó á Íslandi. Momoa kveðst í samtali við vefritið ET Online óviss um hvort hann snúi aftur í hlutverkinu. Momoa birtist fyrst sem Aquaman árið 2017 í kvikmyndinni Justice League. Síðar mætti hann í… Lesa meira

Súkkulaðið sigraði


Fjölskyldu- og söngvamyndin Wonka, um súkkulaðigerðarmanninn unga Willy Wonka, fór rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi

Fjölskyldu- og söngvamyndin Wonka, um súkkulaðigerðarmanninn unga Willy Wonka, fór rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi en nálægt þrjú þúsund manns mættu í bíó og tekjurnar voru tæpar fimm milljónir króna. Toppmynd síðustu tveggja vikna, Napóleon, fór niður í annað sætið með um 1,2 milljónir króna í tekjur… Lesa meira

Topp tíu Jólamyndir 21. aldarinnar


Hvaða myndir ætli séu bestu Jólamyndir 21. aldarinnar?

Þegar kemur að því að velja topplista yfir bestu Jólamyndir þessarar aldar, þeirrar 21., þarf að líta til mynda sem hafa hreyft við áhorfendum með hátíðleika, góðum söguþræði og getu til að fanga hinn sanna anda Jólanna. Listinn hér að neðan inniheldur nokkuð ólíkar myndir, bæði innilegar og hlýjar fjölskyldumyndir… Lesa meira

Íslensk fantasía verður fyrsta samstarfsverkefnið


Þríleikurinn Saga eftirlifenda, margbrotin saga eftir einn helsta fantasíuhöfund Íslands, Emil Hjörvar Petersen, verður fyrsta samstarfsverkefni Skybond Galactic, kvikmynda- og sjónvarpsdeildar Skybound Entertainment, og Sagafilm.

Þríleikurinn Saga eftirlifenda, margbrotin saga eftir einn helsta fantasíuhöfund Íslands, Emil Hjörvar Petersen, verður fyrsta samstarfsverkefni Skybond Galactic, kvikmynda- og sjónvarpsdeildar Skybound Entertainment, og Sagafilm. Um er að ræða leikna sjónvarpsþætti byggða á bókunum. Skybound Galactir hefur samkvæmt tilkynningu frá Sagafilm framleitt risastór verkefni á borð við The Walking Dead,… Lesa meira

Hvetur fólk til að láta draumana rætast


„Þetta er gleðileg mynd,“ segir Timothée Chalamet aðalleikari Wonka sem kemur í bíó í dag hér á Íslandi.

„Þetta er gleðileg mynd,“ segir Timothée Chalamet aðalleikari Wonka í grein sem Warner Bros. framleiðslufyrirtækið hefur sent frá sér.  Wonka kemur í bíó í dag hér á Íslandi. Spurður um aðdragandann að þátttöku hans í verkefninu segir Chalamet að hann og leikstjórinn Paul King hafi hist fyrir nokkrum árum vegna… Lesa meira

Napóleon óhagganlegur á toppnum


Ekkert fær haggað Napoleon, stórmynd Sir Ridleys Scotts, á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.

Ekkert fær haggað Napoleon, stórmynd Sir Ridleys Scotts, á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Myndin er nú þriðju vikuna í röð sú vinsælasta á landinu. Staða þriggja efstu mynda er reyndar óbreytt frá síðustu viku, en Ósk er áfram í öðru sæti og Hungurleikarnir áfram í þriðja. Vinsælust í Bandaríkjunum Nýju myndirnar… Lesa meira

Hluti af endurreisn Cage


Kvikmyndin Dream Scenario eftir Norðmanninn Kristoffer Borgli, 38 ára, átti upphaflega að vera með Adam Sandler í aðalhlutverkinu en ekki Nicolas Cage.

Kvikmyndin Dream Scenario eftir Norðmanninn Kristoffer Borgli, 38 ára, átti upphaflega að vera með Adam Sandler í aðalhlutverkinu en ekki Nicolas Cage. „Á tímabili héldum við að við myndum gera þetta með Adam, en svo vegna ýmissa ástæðna æxlaðist það öðruvísi,“ segir Borgli í samtali við vefsíðuna Screen Daily. „Það… Lesa meira

Ekkert þarf að vera rökrétt


Eins og hrollvekjuunnendur þekkja þá er til hrollvekja fyrir nánast hverja stórhátíð ársins. Það sama má segja um Þakkargjörðarhátíðina.

Eins og hrollvekjuunnendur þekkja þá er til hrollvekja fyrir nánast hverja stórhátíð ársins. Þar má nefna My Bloody Valentine fyrir Valentínusardag og Black Christmas fyrir Jólin. Það sama má segja um Þakkargjörðarhátíðina. Eli Roth hefur nú sent frá sér eina slíka sem heitir einmitt Þakkargjörðarhátíð, eða Thanksgiving. Myndin kom í… Lesa meira

Keisarinn ríkir enn


Vinsældir Napóleons eftir Ridley Scott eru enn miklar í bíó því myndin trónir aðra vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.

Vinsældir Napóleons eftir Ridley Scott eru enn miklar í bíó því myndin sögulega trónir aðra vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Tekjur kvikmyndarinnar um síðustu helgi námu rúmum 3,5 milljónum króna en í humátt á eftir kom Wish, eða Ósk, með tæpar þrjár milljónir í tekjur. Þriðja vinsælasta kvikmynd… Lesa meira

Illskan er smitsjúkdómur


Það vakti athygli í byrjun október sl. þegar lítil hrollvekja frá Argentínu laumaði sér í bíó í Bandaríkjunum. Myndin heitir When Evil Lurks, eða Þegar hið illa liggur í leyni.

Það vakti athygli í byrjun október sl. þegar lítil hrollvekja frá Argentínu laumaði sér í bíó í Bandaríkjunum, án þess að nokkur vissi hvaðan. Myndin heitir When Evil Lurks, eða Þegar hið illa liggur í leyni, í lauslegri íslenskri snörun, og hefur frá því hún var frumsýnd fengið frábæra dóma… Lesa meira

Sviptur rödd og syni í Silent Night


Leikstjórinn John Woo kaus að láta leikarana ekki tala saman í hasartryllinum Silent Night sem komin er í bíó á Íslandi.

Leikstjórinn John Woo kaus að láta leikarana ekki tala saman í hasartryllinum Silent Night sem komin er í bíó á Íslandi. Þess í stað vildi hann leggja alla áherslu á sjónræna þáttinn og hljóðbrellur til að heilla áhorfendur. Woo, sem þekktur er sem frumkvöðull í spennumyndageiranum, bæði í Hollywood og… Lesa meira

Undraheimur LOTR í óviðjafnanlegum 4K myndgæðum


Kvikmyndaunnendur geta hugsað sér gott til glóðarinnar því von er á epísku kvikmyndaferðalagi í desember.

Kvikmyndaunnendur geta hugsað sér gott til glóðarinnar því von er á epísku kvikmyndaferðalagi í desember. Þá sýna Sambíóin The Lord of the Rings þríleikinn í „extended version“ og glæsilegri 4k upplausn á stærsta skjá landsins, Sal 1 í Sambíóunum Egilshöll. Hér gefst einstakt tækifæri til að gleyma aðventu-stressinu um stundarsakir… Lesa meira

Keisarinn vann toppsætið


Það er ekkert smámenni sem sest hefur á topp íslenska bíóaðsóknarlistans þessa vikuna.

Það er ekkert smámenni sem sest hefur á topp íslenska bíóaðsóknarlistans þessa vikuna, enginn annar en sjálfur Napóleon Frakkakeisari í túlkun Joaquin Phoenix og í leikstjórn Sir Ridleys Scotts. Þó að Asha í myndinni Ósk hafi óskað sér mjög heitt, þá dugði það aðeins í annað sæti listans, en báðar… Lesa meira

Fær lítinn orkubolta í heimsókn


Í teiknuðu söngva- og gamanmyndinni Ósk, eða Wish, býður Walt Disney teiknimyndastúdíóið okkur í heimsókn til hins töfrandi konungdæmis Rosas

Í teiknuðu söngva- og gamanmyndinni Ósk, eða Wish, býður Walt Disney teiknimyndastúdíóið okkur í heimsókn til hins töfrandi konungdæmis Rosas þar sem Asha, klár stúlka og föst fyrir, býr. Einn daginn óskar hún sér svo heitt að himingeimurinn svarar – lítill orkubolti, Stjarna, birtist utan úr geimnum Saman mæta nýju… Lesa meira

Nístingskaldir vindar á vígvellinum


Napoleon, ný stórmynd hins 85 ára gamla leikstjóra Ridley Scott, sem kemur í bíó á morgun, föstudaginn 24. nóvember, fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum í gagnrýni í breska blaðinu The Daily Telegraph.

Napoleon, ný stórmynd hins 85 ára gamla leikstjóra Ridley Scott, sem kemur í bíó á morgun, föstudaginn 24. nóvember, fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum í gagnrýni í breska blaðinu The Daily Telegraph. Gagnrýnandinn, Robbie Collin, lýsir myndinni sem magnaðri sneið af pabba bíói, þar sem nístingskaldir vindar gnauða yfir… Lesa meira