Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Smárabíói í Smáralind í Kópavogi en tveir splunkunýir bíósalir verða teknir þar í notkun um miðjan desember næstkomandi.
Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Smárabíói í Smáralind í Kópavogi en tveir splunkunýir bíósalir verða teknir þar í notkun um miðjan desember næstkomandi, auk þess sem flestir aðrir salir verða uppfærðir. Öll framkvæmdin miðar að því að þægindin og bíóupplifunin verði sem mest og best. Eins og Konstantín Mikaelsson… Lesa meira
Fréttir
Nýtt Game of Thrones efni á HBO Max
Stórar seríur, tónleikar í beinni og vinsælar heimildarmyndir einkenna áramótadagskrá HBO Max á Íslandi
HBO Max á Íslandi byrjar nýja árið með þungavigtarfrumsýningum en kveður árið 2025 með fjölbreyttu efni og stórum sérviðburðum í desember. Á meðal helstu nýmæla eru ný HBO-þáttaröð úr Game of Thrones-heiminum, A Knight of the Seven Kingdoms, áframhald af sjúkrahúsadramaseríunni The Pitt og ný þáttaröð af Industry. HBO Max… Lesa meira
Margir hugsa um kirkjukóra sem eitthvað rosalega heilagt
Heimildamyndin Til Dyflinnar fylgir Kór Keflavíkurkirkju í óvenjulegu ferðalagi til Dyflinnar þar sem flutt er íslensk messa tileinkuð U2
Heimildamyndin Til Dyflinnar eftir Heiðar Aðalbjörnsson var frumsýnd í Bíó Paradís þriðjudaginn 25. nóvember kl. 19:00. Myndin fylgir Kór Keflavíkurkirkju í óvenjulegu og persónulegu ferðalagi til Dyflinnar, þar sem flutt var íslensk messa tileinkuð írsku rokkhljómsveitinni U2. https://www.youtube.com/watch?v=lFbn1UD6lDs Í myndinni fylgjumst við með kórnum frá fyrstu æfingum til ferðalagsins sjálfs… Lesa meira
Ævintýraleg byrjun
Glinda og Elphaba í ævintýramyndinni Wicked: For Good flugu beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans.
Glinda og Elphaba í ævintýramyndinni Wicked: For Good flugu beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi, rétt eins og í Bandaríkjunum. Jujutsu Kaisen hrifsaði annað sætið, einnig ný á lista, og í þriðja sætinu er töframyndin Now You See Me: Now You Don´t. Toppmynd síðustu viku, The Running Man… Lesa meira
House of the Dragon: Eldur og blóð – framhald staðfest
HBO hefur framlengt House of the Dragon til fjórðu þáttaraðar, á sama tíma og nýjar kynningarmyndir lofa enn blóðugri átökum í þeirri þriðju
HBO hefur formlega endurnýjað sjónvarpsþættina House of the Dragon fyrir fjórðu þáttaröð, áður en sú þriðja hefur verið sýnd. Þriðja þáttaröðin er væntanleg sumarið 2026, en fjórða þáttaröðin áætluð 2028. Með þessu staðfestir HBO að sagan um Targaryen-ættina og blóðuga valdabaráttu hennar sé langt frá því að vera lokið. Nýjar… Lesa meira
Powell hljóp á toppinn
Hlauparinn fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans.
Það eru sviptingar á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans og nýjar myndir tylla sér þar í hverri viku. The Running Man með Glen Powell í aðalhlutverki, eða Hlauparinn í lauslegri íslenskri snörun, hraðaði sér á toppinn um síðustu helgi á sinni fyrstu viku á lista. Í öðru sæti er önnur ný mynd,… Lesa meira
Fallax fyrsta íslenska VR myndin — íslenskur draumaheimur sem umlykur áhorfandann
Fallax brýtur blað í íslenskri kvikmyndasögu. Þetta töfrandi VR-verk leiðir áhorfendur inn í íslenska náttúru, þjóðtrú og draumaheim sem hefur þegar vakið athygli á alþjóðlegum hátíðum
Ísland hefur stigið inn á nýtt svið í kvikmyndagerð með Fallax, fyrstu íslensku frásagnarmyndinni sem gerð hefur verið alfarið í sýndarveruleika. Myndin hefur þegar vakið athygli á alþjóðavettvangi, meðal annars á Art VR Film Festival í Prag og Imagine Fantastic Film Festival í Amsterdam, þar sem hún hlaut verðlaunin Immersive… Lesa meira
Bakarí, undirheimar og ótti – fyrsta kvikmynd Fjölnis í fullri lengd
Leikstjórinn Fjölnir Baldursson, sem vakti athygli með stuttmyndinni Rán, kynnir nú sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd – Ótti, sjálfstæð framleiðsla sem hefur verið í vinnslu í þrjú ár
Leikstjórinn Fjölnir Baldursson, sem vakti athygli með stuttmyndinni Rán og hlaut meðal annars Platinum Award á Mindfield Film Festival í Los Angeles árið 2021, kynnir nú sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Ótti. Myndin hefur verið í vinnslu í um það bil þrjú ár og er sjálfstæð framleiðsla frá Sober… Lesa meira
Predator: Badlands – Nýtt líf í gömlu skrímsli
Nýju lífi blásið í hina langlífu Predator-sögu.
Kvikmyndagagnrýnandi bandaríska dagblaðsins The New York Times, Manohla Dargis, hrífst af nýju Predator myndinni, Predator Badlands. Myndin kom í bíó um helgina hér á landi. Hún segir að þessi nýjasta mynd Dan Trachtenbergs, blási fersku lífi í hina langlífu Predator-sögu og sameini vísindaskáldskap, ævintýri og tilfinningahita. Í myndinni hittast tveir… Lesa meira
Nýtt á HBO Max í nóvember – bakstursgaldrar, vald og ást
HBO Max býður í nóvember upp á nýjar seríur, heimildarmyndir og kvikmyndir. Meðal helstu nýjunga eru The Seduction, I Love LA og ný sería af Harry Potter: Wizards of Baking.
HBO Max á Íslandi býður í nóvember upp á fjölbreytt úrval nýrra þáttaraða, heimildarmynda og kvikmynda. Meðal stærstu nýjunganna eru franska stórserían The Seduction, nýr HBO Original gamanþáttur með Rachel Sennott, I Love LA, og hinn töfrandi bakstursheimur Harry Potter: Wizards of Baking sem snýr aftur með nýrri þáttaröð. HBO… Lesa meira
Skrímslin tóku toppsætið – Víkin í 5. sæti
Teiknimyndin Skrímslasveitin brunaði beint á topp íslenska aðsóknarlistans nú um helgina.
Teiknimyndin Skrímslasveitin brunaði beint á topp íslenska aðsóknarlistans nú um helgina, enda var Hrekkjavakan í fullum gangi. Önnur teiknimynd, Chainsaw Man, tók annað sæti listans og í því þriðja er toppmynd síðustu viku, hin rómantíska Regretting You. Íslenska kvikmyndin Víkin settist í fimmta sæti ný á lista og voru tekjur… Lesa meira
Nýtt efni í Síminn Premium
Streymisveitan Síminn Premium býður upp á mikið magn gæðaefnis.
Streymisveitan Síminn Premium býður upp á mikið magn gæðaefnis. Hér fyrir neðan er sýnishorn af nýju efni á veitunni, bæði fyrir fullorðna og börn. 1) Fire Country „Fire Country“ er bandarískur sjónvarpsþáttur um ungan fanga (Bode Donovan) sem ákveður að taka þátt í skógareldaprógrammi til að stytta dóm sinn. Hann… Lesa meira
Fortíðin bankar uppá á toppnum
Rómantíska dramað Regretting You tyllti sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi.
Rómantíska dramað Regretting You tyllti sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi og ýtti þar með hrollnum Black Phone 2 niður í annað sætið. Í þriðja sæti situr svo gæðamyndin og fyrrum toppmynd listans One Battle After Another en 35 þúsund manns hafa séð hana hér á landi frá… Lesa meira
Topp 100 kvikmyndaáhugamanns: Ógleymanlegt bíó
Persónulegur topp 100 listi yfir kvikmyndir sem hafa skilið eftir sig djúp spor í kvikmyndasögunni, sem og í hjarta kvikmyndaáhugamanns
Að velja og raða upp hundrað uppáhalds kvikmyndum er bæði krefjandi og gefandi verkefni. Hver kvikmynd á sér sína eigin sál, tíma og merkingu. Þessi listi er afrakstur margra ára áhorfs, ígrundunar og endurmats á því hvað bíó getur verið sem listform og upplifun, og sem spegill mannlegrar tilveru og… Lesa meira
Selur fíkniefni og lendir í ástarþríhyrningi
Ótti er væntanlegur í lok nóvember - Sjáðu fyrstu stiklu!
Fyrsta stikla fyrir nýja íslenska kvikmynd, Ótti, eftir Fjölni Baldursson er komin út. Myndin verður forsýnd á Ísafirði og í Reykjavík í lok nóvember nk. Á tveimur hátíðum Fjölnir segir í samtali við Kvikmyndir.is að myndin sé nú þegar bókuð á fjórar kvikmyndahátíðir í desember og janúar nk. [movie id=16091]… Lesa meira
Paradís amatörsins – brandarastyttur, óperusöngur og áhrifavaldar á YouTube
Heimildarmyndin fjallar um fjóra íslenska karlmenn sem deila lífi sínu á YouTube – með fyndnum og stundum áhrifamiklum afleiðingum
Heimildarmyndin Paradís amatörsins, sem var frumsýnd í gær í Bíó Paradís, er frumlegt og hrífandi verk eftir Janus Braga leikstjóra og Tinnu Ottesen framleiðanda. Myndin hlaut dómnefndarverðlaunin á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildarmynda, og er afrakstur fimmtán ára grúsks og vinnu og er samsett úr myndböndum sem íslenskir karlmenn hafa sjálfir… Lesa meira
Bíótekið í Bíó Paradís – þrjú meistaraverk og umræður sunnudaginn 26. október
Bíótekið heldur áfram í Bíó Paradís sunnudaginn 26. október með þremur stórmerkilegum kvikmyndum – íslensk kvennabarátta, frönsk gervigreind og japönsk fegurðarþrá. Bíótekið býður upp á fræðslu og umræður í Bíó Paradís þar sem kvikmyndasaga heimsins er skoðuð í nýju ljósi.
Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís kynna einstakt kvöld með klassískum kvikmyndum, fræðslu og umræðum.Sunnudaginn 26. október 2025 heldur Bíótekið áfram metnaðarfullri dagskrá sinni í Bíó Paradís, þar sem kvikmyndasaga heimsins er skoðuð í nýju ljósi.Þá býðst áhorfendum að upplifa þrjár stórmerkilegar kvikmyndir – íslenska sjónvarpsklassík, franska framtíðarvisjón og japanskt myndrænt… Lesa meira
Þriðja vikan á toppinum
Þriðja vika One Battle After Another á toppinum.
Spennumynd Paul Thomas Anderson, One Battle After Another, sem hefur verið að fá frábærar viðtökur um allan heim, og margir spá sjálfum Óskarsverðlaununum, situr nú á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þriðju vikuna í röð. Í öðru sæti er framtíðarmyndin Tron: Ares, ný á lista. Þriðja sætið vermir svo fjölskyldumyndin um dúkkuhúsið… Lesa meira
Sódóma Reykjavík – 33 ára afmælishátíð í Sambíóunum Kringlunni
Sérstök hátíðarsýning í Sambíóunum Kringlunni föstudaginn 10. október. Einstakt tækifæri til að sjá tímalausu íslensku kultmyndindina Sódóma Reykjavík á stórum skjá.
Fáar íslenskar kvikmyndir hafa verið jafn langlífar og Sódóma Reykjavík. Nú, 33 árum eftir frumsýningu, snýr þessi sígilda gamanmynd aftur á hvíta tjaldið í sérstakri afmælishátíðarsýningu föstudaginn 10. október kl. 21:00 í Sambíóunum Kringlunni. Þetta er einstakt tækifæri fyrir kvikmyndaáhugafólk að endurlifa eina eftirminnilegustu mynd íslenskrar kvikmyndasögu – á stórum… Lesa meira
Leo lengur á toppnum
One Battle After Another situr á toppnum á Íslandi og í Bandaríkjunum.
Leonardo DiCaprio heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, en myndin One Battle After Another var líka á toppi listans í síðustu viku. Í öðru sæti topplistans sitja Eldarnir en tekjur myndarinnar samtals frá frumsýningardegi eru rúmar 26 milljónir króna. Í þriðja og fjórða sæti eru nýjar myndir; Gabby´s Dollhouse:… Lesa meira
Nýtt á HBO Max í október – fjölbreytt úrval af kvikmyndum, heimildarmyndum og nýjum seríum
Október á HBO Max býður upp á nýtt úrval af hryllingi, gamanefni og heimildarmyndum.
HBO Max á Íslandi býður í október upp á fjölbreytt úrval af hrollvekjum, beittum gamanþáttum og áhrifamiklum heimildarmyndum. Sérstaklega má nefna IT: Welcome to Derry, nýja þáttaröð sem byggð er á sígildri skáldsögu Stephen King, og The Chair Company, nýja HBO Original gamanseríu með Tim Robinson í aðalhlutverki. HBO Max… Lesa meira
Endurupplifðu Avatar: The Way of Water á stóra tjaldinu í 3D
Avatar: The Way of Water snýr aftur á hvíta tjaldið í 3D – aðeins í eina viku í Sambíóunum Egilshöll og Smárabíó.
Avatar: The Way of Water snýr aftur á hvíta tjaldið, en aðeins í eina viku og eingöngu í Sambíóunum Egilshöll og Smárabíó. Þetta er gullið tækifæri fyrir kvikmyndaunnendur til að sjá stórvirki James Camerons í þeirri mynd sem hann ætlaði: á stóra tjaldinu í mögnuðum 3D myndgæðum og hljóði sem… Lesa meira
Örn og Margrét tekin sem gíslar utan þjónustusvæðis
Fyrsta stikla og plakat úr íslensku spennumyndinni Víkinni er komin út.
Fyrsta stikla úr íslensku spennumyndinni Víkinni er komin út og má sjá hana hér að neðan, en bíógestir hafa fengið að berja stikluna augum síðustu vikur á undan myndum í bíó. Einnig er komið splunkunýtt plakat með grjóthörðu "tagline": Í næði. Í bústað. Utan þjónustusvæðis. Myndin, sem er eftir Braga… Lesa meira
Bob fór beint á toppinn
Spennumyndin One Battle After Another fór ný á lista beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistann um helgina.
Spennumyndin One Battle After Another eftir Paul Thomas Anderson, með Leonardo DiCaprio í hlutverki fyrrum uppreisnarmannsins Bobs, fór ný á lista beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistann um helgina. Gestir voru 2.200 og tekjur 4,6 milljónir króna. Í öðru sæti lenti toppmynd síðustu tveggja vikna, Eldarnir, en í þriðja sæti situr… Lesa meira
Eldarnir brunuðu á toppinn
Eldarnir gusu á topp íslenska bíóaðsóknarlistans!
Íslenska stórmyndin Eldarnir gerði sér lítið fyrir og brunaði á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi. Rúmlega tvö þúsund manns mættu í bíó og tekjurnar voru ríflega fimm milljónir króna. Í öðru sæti listans er toppmynd síðustu viku, hrollvekjan The Conjuring: Last Rites. Demon Slayer: Kimetsu No Yaiba Infinity Castle… Lesa meira
Ég sat með fæturna dinglandi út úr þyrlunni yfir eldgosinu
Vigdís Hrefna Pálsdóttir fer með aðalhlutverkið í stórmyndinni Eldarnir. Hún segir frá ferðalagi Önnu, eldfjallafræðings sem glímir við innri togstreitu, samstarfinu við Pilou Asbæk og því hvernig íslensk náttúra mótaði upplifunina.
Í nýjustu íslensku stórmyndinni Eldarnir fer Vigdís Hrefna Pálsdóttir með aðalhlutverkið sem Anna, eldfjallafræðingur og móðir sem stendur frammi fyrir erfiðri togstreitu í einkalífi sínu á sama tíma og náttúruöflin hóta samfélaginu. Við ræddum við Vigdísi um ferlið, samstarfið við erlenda leikara og hvernig íslensk náttúra setti svip sinn á… Lesa meira
Hrollvekjandi toppmynd
Hrollvekjan The Conjuring: Last Rites kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi.
Hrollvekjan The Conjuring: Last Rites kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi en nærri 4.500 manns mættu í bíó til að berja hana augum. Í öðru sæti listans er fyrrum toppmyndin The Naked Gun og í þriðja sæti The Roses. Nýja myndin um Letidýrin í stórborginni fór… Lesa meira
Ólafur og Hera sökkva djúpt í undirheimana í Reykjavík Fusion
Reykjavík Fusion verða frumsýndir í Sjónvarpi Símans Premium 25. september nk.
Miðað við það sem sjá má í stiklunni þá líta sjónvarpsþættirnir væntanlegu Reykjavík Fusion hrikalega vel út. Þar sameina krafta sína þau Hera Hilmar og Ólafur Darri í aðalhlutverkunum. Þættirnir, sem eru sex talsins, verða frumsýndir á Sjónvarpi Símans Premium 25. september nk. Serían fjallar um frá matreiðslumeistara sem Ólafur… Lesa meira
Eldarnir ný íslensk kvikmynd í bíó
Eldarnir (The Fires) er ný íslensk kvikmynd eftir Uglu Hauksdóttur, byggð á metsölubók Sigríðar Hagalín Björnsdóttur. Myndin sameinar ást, átök og eldfjallaógnir í dramatískri sögu sem fer í almennar sýningar 11. september.
Þann 11. september næstkomandi frumsýnir Sena kvikmyndina Eldarnir (The Fires á IMDb), nýjan rómantískan spennutrylli sem byggður er á metsölubók Sigríðar Hagalín Björnsdóttur, Eldarnir – Ástin og aðrar hamfarir. Bókin vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2020 og nú hefur sagan verið flutt á hvíta tjaldið í leikstjórn… Lesa meira
Bræður kyssast – Eldar brenna í lokaþætti Iceguys
Það gengur mikið á í lokaþætti Iceguys sjónvarpsþáttaraðarinnar vinsælu á Sjónvarpi Símans.
Það gengur mikið á í lokaþætti þriðju Iceguys sjónvarpsþáttaraðarinnar vinsælu á Sjónvarpi Símans. Dramatíkin er blússandi og rómantík í loftinu milli bræðranna Jóns Jónssonar og Friðriks Dórs Jónssonar í hlutverkum sínum í kvikmyndinni sem strákasveitin er að búa til í þáttunum. Þá brenna miklir eldar allt í kring. Kvikmyndir.is birtir… Lesa meira

