Risaeðlur stukku á toppinn

Risaeðlurnar forsögulegu í kvikmyndinni Jurassic World: Rebirth, gerðu sér lítið fyrir og stukku á toppinn í íslenskum og bandarískum bíóhúsum um síðustu helgi. 2.700 manns mættu í bíó að sjá skepnurnar skelfilegu.

Toppmynd síðustu helgar, kappakstursmyndin F1, datt niður í annað sæti listans með tæplega þrettán hundruð gesti.

Þriðja sætið féll svo Elio í skaut.

Tígur númer 8

Hin nýja myndin Týndi tígurinn fór rakleitt í áttunda sætið.

Sjáðu íslenska topplistann í heild sinni hér fyrir neðan: