Geimóperuleikari verstur 2016

Í kvöld verða Óskarsverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í Hollywood, en verðlaunin eru þau eftirsóknarverðustu í kvikmyndaiðnaðinum. Í gær hinsvegar voru veitt verðlaun sem eru ekki eins eftirsóknarverð, Razzie verðlaunin, en þar eru veittar viðurkenningar fyrir það versta sem gerðist í kvikmyndabransanum á síðasta ári.

eddie

Einn leikari sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir bestan leik í aðalhlutverki, Eddie Redmayne sem tilnefndur er fyrir leik sinn í hlutverki Lili Elbe í The Danish Girl, varð þessa vafasama heiðurs aðnjótandi í gær, og fékk Gullna rifsberið, verðlaunastyttu Razzie verðlaunanna, fyrir leik sinn í geimóperunni Jupiter Ascending, en aðrir leikarar í þeirri mynd voru m.a. Sean Bean, Channing Tatum og Mila Kunis.

En sigurvegari kvöldsins var hin ljósbláa 50 Shades of Grey, sem vann fimm verðlaun: versta mynd ( endaði jöfn Fantastic Four ), versta leikkona ( Dakota Johnson ), versti leikari ( Jamie Dornan ), versta handrit og versti samleikur.

Næst á eftir kom Fantastic Four, en auk þess að vera valin versta myndin, var hún með versta leikstjórann ( Josh Trank ) og var valin versta framhaldsmynd.

Kaley Cuoco, úr Big Bang Theory sjónvarpsþáttunum, var valin versti meðleikari fyrir The Wedding Ringer, og Sylvester Stallone var heiðraður fyrir endurkomu sína í hlutverki Rocky í Creed. 

Óskrsverðlaunin verða afhent í kvöld í Dolby leikhúsinu í Los Angeles, hinum megin við götuna frá því sem Razzie verðlaunaafhendingin fór fram í gær. Flestir spá The Revenant mikilli velgengni.