Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Foul Play 1978

It's a highly dangerous comedy!!

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Þegar míkrófilma er skilin eftir hjá dauðvona umboðsmanni Gloria, án hennar vitundar, þá flækist hún í flókna atburðarás. Hún er elt af dvergi og albínóa, og verður sannfærð um að þeir séu að reyna að drepa hana. Að lokum þá fær hún hjálp frá rannsóknarlögreglumanninum Tony Carlson. Það skýrist fljótt að þeir sem elta hana hafa illar fyrirætlanir,... Lesa meira

Þegar míkrófilma er skilin eftir hjá dauðvona umboðsmanni Gloria, án hennar vitundar, þá flækist hún í flókna atburðarás. Hún er elt af dvergi og albínóa, og verður sannfærð um að þeir séu að reyna að drepa hana. Að lokum þá fær hún hjálp frá rannsóknarlögreglumanninum Tony Carlson. Það skýrist fljótt að þeir sem elta hana hafa illar fyrirætlanir, en þeir hyggjast ráða páfann af dögum þegar hann kemur í heimsókn til borgarinnar. Gloria og Tony lenda í kapphlaupi við tímannn til að koma í veg fyrir glæpinn.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Sígild blanda af góðu gamni og harðri spennu í ljúfum og ómótstæðilegum kokkteil með Goldie Hawn og Chevy Chase. Kona að nafni Gloria Mundy í San Francisco tekur upp puttaling og flækist þar með inní glæpasamsæri sem enginn trúir nema lögreglumaðurinn Tony Carlson. En Gloria er komin á hálan ís og það er ekki hægt að snúa til baka, heldur að berjast fimlega á móti. Dásamlegt spennugrín sem aðeins hin geðþekka Gloria getur lent í. Ekki bragðmikið handrit en skemmtilegar persónur í fyndnum kringumstæðum halda manni vel við efnið. Óskarsverðlaunaleikkonan Goldie Hawn fer á kostum í aðalhlutverkinu og ekki er Chevy Chase mikið síðri. Dudley Moore er óborganlegur í hlutverki kynlífsfíkilsins í hinni óborganlegu svefnherbergissenu, og tekst þar fullkonmlega að stela senunni. Ekki má gleyma Burgess Meredith sem er góður í hlutverki leigusala Gloriu. Semsagt ógleymanleg kvikmynd frá 1978 sem hefur staðist tímans tönn og er enn mjög góð. Ég gef Samsæri eða Foul Play þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með henni. Hún er ómótstæðilega góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn