Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Kin 2018

Frumsýnd: 29. ágúst 2018

All He Needed Was a Way Out

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 35% Critics
The Movies database einkunn 35
/100

Kin segir frá ungum ættleiddum dreng, Eli, sem í leit að málmum sem hann getur notað rekst fyrir tilviljun á einhvers konar frosinn neðanjarðarklefa sem er fullur af líkömum vera sem virðast ekki af þessum heimi. Þar finnur hann einnig einhvers konar byssu sem lítur út fyrir að vera framtíðarútgáfa af riffli. Þegar eitt af „líkunum“ byrjar skyndilega að... Lesa meira

Kin segir frá ungum ættleiddum dreng, Eli, sem í leit að málmum sem hann getur notað rekst fyrir tilviljun á einhvers konar frosinn neðanjarðarklefa sem er fullur af líkömum vera sem virðast ekki af þessum heimi. Þar finnur hann einnig einhvers konar byssu sem lítur út fyrir að vera framtíðarútgáfa af riffli. Þegar eitt af „líkunum“ byrjar skyndilega að hreyfa sig flýr Eli af staðnum en tekur byssuna með. Eldri stjúpbróðir Elis, Jimmy, er nýkominn úr fangelsi eftir að hafa afplánað sex ára dóm fyrir vopnað rán. Hann er staðráðinn í að snúa baki við glæpum en á við þann vanda að stríða að glæpaforinginn Taylor telur hann skulda sér 25 þúsund dollara og krefst þess að fá þá borgaða ekki mikið seinna en strax. Við því getur Jimmy ekki orðið, en þegar Taylor og menn hans búa sig undir að berja hann til óbóta birtist Eli með byssuna og skýtur af henni í fyrsta skipti. Í ljós kemur að byssan er miklu meira en byssa, hún er sannkallað gereyðingarvopn sem má alls ekki falla í hendur manna eins og Taylors. Þeir Eli og Jimmy leggja á flótta ásamt dansaranum Milly sem hafði unnið hjá Taylor og áður en þau vita af er lögreglan komin á hæla þeirra líka. Staðan virðist vonlaus og ekki batnar hún þegar verurnar sem eiga byssuna mæta á svæðið. En hér er ekki allt sem sýnist ...... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.05.2024

Elskar Lasagna eins og Grettir

Þann 29. maí næstkomandi verður ný teiknimynd um köttinn Gretti, eða Garfield eins og hann heitir á frummálinu, frumsýnd á Íslandi. Myndin heitir The Garfield Movie.Með hlutverk Grettis í bandarísku útgáfunni fer...

07.05.2024

Margir bjuggust við mynd um son Caesars

Þegar tilkynnt var um gerð kvikmyndarinnar Kingdom of the Planet of the Apes, nýjustu myndarinnar í hinni vinsælu Apaplánetuseríu, sem kemur í bíó í dag hér á Íslandi, þá bjuggust flestir við að þar yrði sögð saga ...

26.04.2024

Þegar fólki er ýtt út á brúnina

Aðalleikarar Furiosa: A Mad Max Story sem kemur í bíó 22. maí nk., Anya Taylor-Joy og Chris Hemsworth, svöruðu nýlega nokkrum spurningum um myndina og framleiðsluferlið, en efnið kemur frá kynningarteymi kvikmyndarinnar. ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn