Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Hedwig and the Angry Inch 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. september 2001

An anatomically incorrect rock odyssey

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 85
/100

Hedwig, sem fæddist sem strákur að nafni Hansel í austurhluta Berlínar, verður ástfanginn af bandarískum hermanni og fer í kynleiðréttingaraðgerð til að geta gifst honum og flúið yfir járntjaldið. Til allrar óhamingju, þá fer allt í handaskolum. Nokkrum árum síðar er Hedwig aðalsöngkona í rokkhljómsveit á ferðalagi í Bandaríkjunum, þar sem hún... Lesa meira

Hedwig, sem fæddist sem strákur að nafni Hansel í austurhluta Berlínar, verður ástfanginn af bandarískum hermanni og fer í kynleiðréttingaraðgerð til að geta gifst honum og flúið yfir járntjaldið. Til allrar óhamingju, þá fer allt í handaskolum. Nokkrum árum síðar er Hedwig aðalsöngkona í rokkhljómsveit á ferðalagi í Bandaríkjunum, þar sem hún segir sögu sína, og eltist við fyrrum elskhuga/hljómsveitarmeðlim, sem stal lögunum hennar. ... minna

Aðalleikarar


Þar sem ég og vinkonur mínar erum forfallnar leikhúsrottur skelltum við okkur í Loftkastalann að sjá Hedwig og Reiðu Restina. Mér fannst sýningin svo sem allt í lagi, ágæt tónlist og Björgvin Franz og Ragga Gísla ágæt.

Ekki svo löngu seinna sá ég myndina auglýsta einhverstaðar og hugsaði, hey en sniðugt, leigi hana við eitthvað tækifæri (en var eins og sjá má, ekkert viti mínu fjær af spenningi.

Það var svo einhverntíman að ég var að leita af einhverri spólu og datt niðrá Hedwig.

Ég bjóst við einhverri kvikmyndaðri sviðsuppfærslu frá bandaríkjunum eða eitthvað, en Hedwig var ekkert í þá áttina. Að mínu mati var þetta snilldarverk sem ég horfði á tvisvar þennan sólarhring, og á núna spólunu heima.

Myndin er margþætt. Hún inniheldur fyrst og fremst sjónarhorn kynskiptings á lífinu, magnaða heimspeki og svo frábæra tónlist. Lögin ná einhvern vegin miklu betra flugi á enskunni, maður fær þau strax á heilan!

Ég mæli með Hedwig, því að þó að hún sé lítt þekkt, þá er hún að mínu mati mjög góð.

-When the Earth was still flat, and the clowds made of fire...-


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hedwig and the Angry Inch er frábær mynd. Það er hressandi að sjá jafn heiðarlegan, ómengaðan og lífsglaðan hæfileikamann og John Cameron Mitchell, sem skrifar, leikstýrir, syngur, og leikur drottninguna Hedwig. Sagan af litla stelpustráknum frá Austur-Berlín sem var svikinn af örlagadísinni er einhver skemmtilegasta mynd sem ég hef lengi séð. Mitchell er óborganlegur í aðalhlutverkinu og maður getur ekki annað en hrifist með fólki eins og honum, sama hversu undarleg sagan kann að vera. Lífsgleðin svífur yfir vötnunum og húmorinn er bæði svartur og hvass. Ekki má gleyma tónlistinni, sem er nóg til þess að fá hvern sem er til að hrista á sér afturendann og gleyma amstri hversdagsins í smástund. Eins og fyrr sagði er Mitchell æðislegur, og það er synd að hann hafi ekki fengið fleiri verðlaun en raun ber vitni (halló, Óskarsverðlaun?!?!). Michael Pitt er líka fyrsta flokks í hlutverki Tommy Gnosis, sem er heilladís, innblástur, andagift, og stóra ást Hedwigs. Komið ykkur út á vídeóleigu og grípið Hedwig með ykkur heim. Það verður enginn svikinn af svona hreinræktaðri skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fyrir nokkrum vikum var ég að horfa á sjónvarpið og sá Björgvin Franz Gíslason ásamt Reiðu restinni taka lagið í einhverjum sjónvarpsþætti og spila lagið Kolla í kassa, eða eins og það heitir á frummálinu: Wig in a Box, úr söngleiknum Hedwig og Reiða restin. Eftir það var ég orðinn forfallinn Hedwig-aðdáandi; Ég fór umsvifalaust á netið og náði í lagið, daginn eftir fékk ég vini mína til að koma með mér á sýninguna í Loftkastalanum og nú hef ég séð myndina. Ég vil taka það fram strax að þótt mér finnist sýningin í Loftkastalanum alveg frábær, þá finnst mér myndin miklu, miklu betri. Þetta er kannski vegna þess að sagan hentar kvikmyndaforminu miklu betur. Kannski vegna þess að lögin hafa einhvern veginn meiri sjarma á ensku. Kannski vegna þess að John Cameron Mitchell er algjör snillingur. Ég er ekki alveg viss, en Hedwig kvikmyndin er ekkert annað en frábært meistaraverk sem nær að blanda saman húmor, drama og frábærri tónlist á undraverðan hátt! Það er eiginlega ekki hægt að flokka þessa mynd í einhverja kvikmyndategund, þó söngleikur kæmist nálægast því. Sjaldan hef ég séð slíka fullkomna blöndu af hárbeittum húmor, ádeilu og alvöru dramatík - mér kemur aðeins í huga American Beauty, en hún var ekki með svona skemmtilegri tónlist! John Cameron Mitchell, leikari, leikstjóri, handritshöfundur og annar lagahöfundur (með Stephen Trask), á skilið mikið lof fyrir þessa fyrstu kvikmynd sína; einhver nefndi Orson Welles í samanburði og svei mér þá ef ég er ekki alveg sammála því! Ekki nóg með það að hann er hreint ótrúlegur í hlutverki Hedwig, heldur vinnur hann myndina með mjög fagmannlegum höndum svo erfitt er að trúa því að þetta sé frumraun hans. Aðrir leikarar fá mun minna að gera en standa sig samt sem áður vel. Tónlistin (lög eftir Stephen Trask, textar eftir Mitchell) er ekkert minna en yndisleg og lyftir myndinni upp á hærra plan. Ég mæli eindregið með því að allir upplifi Hedwig, hvort sem það er á sviði eða í bíósal!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hedwig And The Angry Inch er alveg bráðskemmtileg mynd. Hún inniheldur kannski ekkert sérstaklega traustan söguþráð, og dramatísk framvinda er kannski af skornum skammti, en myndin er einfaldlega svo lifandi að erfitt er að hrífast ekki með. Myndin er öll eitt attitjúd og ef maður ætlar sér að njóta myndarinnar til fulls, verður maður að geta sleppt sér svolítið og tekið þátt í gamninu, og verður þá kátt í höllinni. Maðurinn á bak við þessa mynd, John Cameron Mitchell, er allt í öllu. Hann semur handritið (þá væntanlega eftir söngleiknum), leikstýrir myndinni ásamt því að leika aðalhlutverkið. Og þvílík frammistaða. Hann er nánast í hverjum ramma myndarinnar, og útgeislun mannsins er slík að maður tekur nánast ekkert eftir því hvað er að gerast í kringum mann. Lögin í myndinni eru öll mjög grípandi og vel flutt, og stendur maður sjálfan sig að því að vera farinn að söngla með undir það síðasta. Af einhverjum orsökum held ég að mjög margir eigi ekki eftir að ná þessari mynd, og er það miður, því undir réttum kringumstæðum er myndin svo mikil skemmtun að það hálfa væri nóg. Allir í Regnbogann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.08.2020

25 ómissandi hinsegin kvikmyndir

Hinsegin dagar hafa lengi verið haldnir hátíðlegir á þessum tíma í ágústmánuði og af því tilefni erum við öll hinsegin um helgina, hvort sem gleðigangan er haldin eður ei. Fögnum fjölbreytileikanum. En h...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn