Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Anacondas 2004

(Anaconda 2, Anacondas: The Hunt for the Blood Orchid)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 15. október 2004

The hunters will become the hunted.

97 MÍNEnska

Hinn metnaðarfulli vísindamaður Dr. Jack Byron og félagi hans Gordon Mitchell, kynna rannsóknir aðstoðarmanns síns Sam Rogers fyrir forstjóra og stjórnarmönnum fyrirtækis í þeirri von að fá styrk til að fara í rannsóknarleiðangur til Borneo. Markmið leiðangursins er að finna blóm, Blóð orkídeu, sem blómstrar í tvær vikur sjöunda hvert ár, og gæti... Lesa meira

Hinn metnaðarfulli vísindamaður Dr. Jack Byron og félagi hans Gordon Mitchell, kynna rannsóknir aðstoðarmanns síns Sam Rogers fyrir forstjóra og stjórnarmönnum fyrirtækis í þeirri von að fá styrk til að fara í rannsóknarleiðangur til Borneo. Markmið leiðangursins er að finna blóm, Blóð orkídeu, sem blómstrar í tvær vikur sjöunda hvert ár, og gæti verið æskubrunnur, og aukið lífslíkur manna. Þeir fá styrkinn og þegar komið er til Borneo, þá átta þeir sig á að regntímabilið stendur yfir og það er enginn bátur fáanlegur til að fara með þá niður ánna. Þeir borga 50 þúsund Bandaríkjadali til að sannfæra skipstjórann Bill Johnson og félaga hans Tran, til að fara með þá á áfangastað. Eftir að slys verður við foss, þá komast þeir sem lifa óhappið af, að því að hópur anacondu slangna er kominn saman til að maka sig og hreiður þeirra er nálægt frjóvgunarstöðvum Blóð orkideunnar, sem hjálpar slöngunum að verða stærri og stærri. ... minna

Aðalleikarar


Ágætis mynd til að skella í tækið þegar skriðið er upp í rúm og verið að fara að sofa.

Fyrir þá sem fannst fyrri myndin vera góð þá ætti ekkert endilega að þrögva þessari upp á samvisku ykkar.

Söguþráðurinn er óskaplega þunnur og frekar erfitt að þola sumar persónurnar.

Hér segir frá því að vísindamenn hafa fundið blóm í miðjum Amazon frumskógi. Þetta tiltekna blóm er lykillinn að æskubrunninum. Vandinn er sá að það blómstrar aðeins á 7 ára fresti og svo vill til að það eru aðeins fáar vikur eftir þar til það fölnar og bíða verður í önnur 7 ár. Hópur vísindamanna fer í leit að blóminu og bráðum lenda þau í ógöngum og það fer að þrengja að þeim þegar risastórar kyrkjuslöngur fara að finnast.

Þó svo að myndin sé fyrirsjáanlega þunn þá er fínt að horfa á hana eins og segir svona bara þegar ekkert annað er að horfa á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég fór á AnacondaS baust ég við lélegri endurgerði mynd á fyrstu Anaconda myndinni, sem mér finnst mjög góð. En allt kom fyrir ekki, og þessi mynd var engu síðri.


Framleiðendur myndarinnar ná að gera mjög trúverðugan söguþráð fyrir því sem er að gerast í myndinni. En það er eins og svo oft áður hægt að finna galla við myndina og klisjukenndar setningar.


Character-arnir í myndinni eru skemmtilegir, söguþráðurinn góður og myndin mjög spennandi. Myndin er einnig vel leikinn og leikstýrð, og ég mæli eindrigið með því fyrir aðdáendur fyrri Anaconda myndarinnar, að fara á þessa, því þessi er alls ekki síðri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Árið 1997 kom út kvikmyndin Anaconda, lítil mynd sem gerði það gott. Í ár kemur svo framhaldið, Anacondas: The Hunt for the Blood Orchid. Anaconda var ákaflega vel heppnuð spennumynd sem gerði út á hið óþekkta, þ.e. hættuna við risavaxnar kyrkislöngur. Anacondas fer sömu leið. Myndin tekur sig aldrei of alvarlega og hefur eitt markmið: Að skemmta áhorfandanum og það þýðir ekkert að velta fyrir sér hvort að þetta eða hitt gæti gerst því atburðarrásin er með ólíkindum en það er einmitt hluti af skemmtuninni. Myndin fjallar hóp einstaklinga, flestir frá Bandaríkjunum, sem fara til Borneo að leita að plöntu sem er þeim eiginleikum gædd að hún hægir á öldrun. Plantan vex á sjö ára fresti og því þarf hópurinn að hafa hraðar hendur. En rétt eftir að þau leggja af stað dynja ósköpin yfir og þau eru föst í frumskóginum með fullt af risastórum slöngum allt í kring. Söguþráðurinn er auðvitað klisja en ef maður fer á myndina með því hugarfari skemmtir maður sér mjög vel. Leikararnir eru flestir að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndum og því ekki hægt að ætlast til einhvers stjörnuleiks. Leikstjórinn Dwight Little hefur unnið við það undanfarin ár að leikstýra sjónvarpsþáttum og sjónvarpsmyndum en byrjar mjög vel í hinni stóru Hollywood með þessari mynd. Anacondast er ekkert annað en heiladauð skemmtun fyrir þá sem hafa gaman að svona myndum. Aðrir ættu að halda sig heima.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.11.2013

Anaconda og króksi saman í mynd

Lake Placid  og Anaconda kvikmyndaseríurnar munu brátt renna saman í eitt í myndinni Lake Placid Vs. Anaconda. Tökur hefjast í desember í Búlgaríu. Óvíst er hver skrifar handrit, leikstýrir eða leikur aðalhlutverk í...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn