Það virðist vera að þrátt fyrir sín slöppu gagnrýni frá gagnrýnendum og almennu fólki (enda eru gagnrýnendur ekkert nema ómennskt hyski) þá er 10,000 B.C. að græða vel í kvikmyndahúsum, minna en búast mætti við í Bandaríkjunum þó. Eftir seinni helgina þá hefur myndin grætt 136 milljón dali, af þeim komu 62 milljónir frá Bandaríkjunum og 74 utan Bandaríkjanna en framleiðslukostnaðurinn var kringum 105 milljón dali. Roland Emmerich ætti að vera sáttur með þessar tölur þar sem myndin á ekki þennan pening skilið að mati skrifanda, kæmi mér ekki á óvart ef Emmerich fyndist það sjálfur. Mun 10,000 B.C lenda í fyrsta sætið á Íslandi? Það fer eftir hvort íslendingar hafa meiri áhuga á mammútum eða fílum…

