Rappaðdáendur geta nú glaðst því að Curtis ’50 Cent’ Jackson er í samningaviðræðum um það að leika í myndinni Spectacular Regret. Myndin er sjálfstætt framleidd og maður að nafni Joshua Leonard mun leikstýra þessari mynd, sinni fyrstu mynd í fullri lengd.
50 Cent mun leika fanga á dauðadeild sem er að bíða eftir aftöku sinni, en sá atburður hefur laðað að sér gríðarlega fjölmiðlaumfjöllun.
Danny Huston, Jon Ortiz og Kelli Garner munu einnig leika í myndinni. Tökur hefjast í Los Angeles nú í júlí.

