Dögg Mósesdóttir er á fullu við að skipuleggja alþjóðlega stuttmynda- og tónlistarmyndbandahátið á Grundarfirði fyrir næstkomandi febrúar. Hún stefnir að því að gera hátíðina að árlegum viðburði. Á fyrstu hátíðinni verður aðaláherslan á stuttmyndir og tónlistarmyndbönd og keppt verður í þessum tveim greinum. Ein kvikmynd í fullri lengd fær þó að læðast með.
Luis Aller, fyrrum kennari Daggar í kvikmyndagerðarnámi hennar í Barcelona, ætlar að vera í dómnefndinni og stendur hún í viðræðum við kvikmyndatökumanninn Javier Aguirresarobe, sem er eins og er að taka upp nýjustu mynd Woody Allen. Þá segist Dögg einnig vilja hafa málfundi eða umræður þar sem nýjir kvikmyndagerðarmenn geti spyrt þá þaulreyndu spjörunum úr. Heimasíða hátíðarinnar er enn í vinnslu, en nánari upplýsingar verða birtar á henni.
Fréttina má lesa í heild sinni á bls. 30 í Fréttablaðinu, 7. ágúst.

