Bjólfskviða fékk mest í kassann

Bjólfskviða, sem verður sýnd á fimmtudaginn þegar kvikmyndir.is bjóða í bíó í tilefni af opnun nýrrar kvikmyndir.is og 10 ára afmæli, var vinsælasta myndin í bandarískum kvikmyndahúsum um síðustu helgi og rakaði saman einum 28 milljónum Bandaríkjadala í aðgangseyri. Það gerir um 1,7 milljarð íslenskra króna.

Afmælissýningin verður eins og áður hefur komið fram í Kringlubíói og hefst kl. 17.30.
Til að fá boð á myndina er nóg að senda póst á kvikmyndir@kvikmyndir.is