Komið er nafn á nýju Bond myndina, en framleiðsla og tökur standa nú yfir á myndinni. Myndin ku bera það óþjála nafn Quantum of Solace, en nafnið er fengið úr titli á smásögu frá árinu 1960 sem Ian Fleming skrifaði.
Þetta er Bond mynd númer 22 og verður myndin frumsýnd í nóvember. Morgunblaðið hefur tekið sér þann bessarétt að koma nafninu yfir á íslensku og hlýtur titilinn „Skammtur af huggun“, sem undirrituðum finnst nú vera fáránlegasta nafn á kvikmynd sem heyrst hefur, þ.e.a.s. ef þessi þýðing gengur í gegn.

