Slegist hefur verið um útgáfuréttinn að bókinni Skipið eftir Stefán Mána og því augljóst að hún verði víða fáanleg fyrir utan landssteinana. Þetta gefur kvikmyndafyrirtækinu Zik Zak byr í seglin, en fyrirtækið er núna á byrjunarstigi að kvikmynda bókina. Einnig eru þeir að kvikmynda aðra bók eftir Stefán, Svartur á leik, en Óskar Thór Axelsson er að skrifa handritið að þeirri mynd og mun hugsanlega leikstýra henni líka.
Frétt fengin af www.zikzak.is

