Away from her sló heldur betur í gegn í árlegu Genie Awards. Genie Awards gengur útá það að heiðra kanadískar myndir og hefur oft verið kölluð kanadíski Óskarinn. Hátíðin var haldin í 28.sinn (síðan frá árinu 1980) og Sandra Oh var kynnir.
Myndin fékk hvorki meira né minna en 7 verðlaun, m.a. verðlaun fyrir bestu myndina. Leikstjóri myndarinnar fékk einnig verðlaun fyrir besta handrit og leikstjórn. Julie Christie fékk verðlaun sem komu ekki á óvart, hún var valin besta leikkonan og munu verðlaunin eflaust sæma sér vel við hliðina á Golden Globe verðlaununum sem hún fékk um daginn.
Eastern Promises sló einnig ærlega í gegn og fékk 7 verðlaun, m.a. fyrir besta upprunalega handrit, myndatöku, klippingu, tónlist og hljóðblöndun.

