Paramount Pictures hafa ákveðið að framleiða mynd sem byggir á ótrúlegum árangri sem „tenórsöngvarinn“ Paul Potts náði yfir eina nótt, þegar hann sló í gegn í breska þættinum „Britain’s Got Talent“ nú á síðasta ári.
Simon Cowell mun einnig framleiða myndina. Sagan segir að aðilar frá Paramount hafi aðeins þurft að horfa á „YouTube“ myndbandið af frammistöðu hans til að sannfærast um að hér væri gott myndefni á ferð. Simon Cowell er sammála.
Hér er myndbandið af frammistöðu hans:

