Silverstone talar við lúða

Clueless stjarnan Alicia Silverstone sést í hlutverki fegurðardrottningar í fyrstu stiklunni fyrir vega – gamanmyndina Ass Backwards, en hún fjallar um tvær einfeldningslegar vinkonur sem fara til gamla heimabæjar síns til að ná í kórónu sem þær unnu aldrei.

silverstonebanner

Handritshöfundarnir eru June Diane Raphael og Casey Wilson, en þær leika einmitt aðalhlutverkin, vinkonurnar sem búa í heimi sem þær telja sér trú um að sé raunverulegur, í New York þar sem þær telja sig hafa slegið í gegn, önnur sem dansari í búri í næturklúbbi og hin sem atvinnu eggja – gjafi.

Eftir að þær fá boð um að koma til gamla heimabæjarins að taka þátt í fegurðarsamkeppni, þar sem þær enduðu í síðasta sæti sem börn -þá fara þessar tvær lúðavinkonur í ferðalag þar sem þær lenda í ýmsum kostulegum uppákomum.

Chris Nelson leikstýrði og aðrir leikarar eru Vincent D’Onofrio, Jon Cryer, Brian Geraghty, Bob Odenkirk, Sandy Martin, Marcia Jean Kurtz og Paul Scheer.

Ass Backwards verður frumsýnd á VOD 30. september en fer því næst í dreifingu í kvikmyndahús í Bandaríkjunum frá og með 8. nóvember.