Jane Austen bók að hip hop mynd

Ein frægasta bók Jane Austen sem ber nafnið Emma mun koma á hvíta tjaldið innan nokkurra ára. Það sem er helst skrýtið við þessa væntanlegu mynd er að myndin verður hip hop söngleikur.

Þetta er rosalega spes átt sem Screen Gems, framleiðendur myndarinnar, ákváðu að taka. Myndin á að gerast í framhaldsskóla og mun fjalla um stjúpbróður og stjúpsystur, og mun söguþráður bókarinnar verða færður í nýjan nútímabúning.

Yfir 15 lög og söngatriði munu vera í myndinni og að sögn framleiðendanna verður þetta blanda af Step-Up og Clueless…