Ridley Scott framleiðir The Kind One…

Ridley Scott mun næst framleiða film-noir myndina The Kind One sem gerist í Los Angeles á fjórða áratug tuttugustu aldarinnar og fjallar um minnislausan mann sem vinnur fyrir mafíuforingja sem kallast „The Kind One“ rétt eins og titill myndarinnar.

Ridley segist laðast að verkefninu því það fjallar um heim sem Ridley hefur lítið reynt að fjalla um, áhugi hans er víst brennandi yfir þessari nýju mynd.  Casey Affleck sem lék stórleik í Scott-framleiddu myndinni The Assassination of Jesse James by The Coward Robert Ford er sagður hafa aðalhlutverk í myndinni.

Næsta leikstýrða myndin hans Scott, Body of Lies með Leonardo DiCaprio og Russell Crowe er væntanleg í kvikmyndahús október þetta ár.  Mikið að gera hjá kallinum sem er núna á sínum áttunda áratugi…