Við greindum frá því með myndum hvernig tökustaðurinn fyrir næstu Transformers myndina liti út fyrir stuttu síðan. Nú er komið uppá yfirborðið myndband sem sýnir tökurnar, en þær fara fram þessa dagana í Betlehem.
Myndbandið sýnir tvær lögguþyrlur fljúga yfir kínverska borg. Tyrese Gibson og Josh Duhamel voru víst tsjillandi á settinu þegar tökur fóru fram. Óstaðfestar fregnir herma einnig að Ironhide hafi verið í tökum á sama atriði, en myndbandið sýnir hann þó ekki.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:
Transformers 2 verður frumsýnd næsta sumar, og verður klárlega stærsta sumarmynd ársins 2009. Michael Bay leikstýrir og Shia LaBeouf leikur aðalhlutverkið.
27.5.2008Myndir af tökusetti Transformers 2!

