„Ef Robin snýr aftur í þriðju Batman myndina þá mun ég hlekkja mig við staur og neita að mæta í vinnuna.“ sagði Christian Bale, sem leikur Batman sjálfan í The Dark Knight sem verður frumsýnd á Íslandi 23.júlí næstkomandi.
Fyrir nokkru síðan greindum við frá orðrómum um að Robin gæti snúið til baka í þriðju myndina en Bale vill ekkert með það hafa og segir, með fullri alvöru, ætla að segja upp ef svo verði raunin.
Því er hægt að segja hér með að þeir orðrómar hafi verið jarðaðir fyrir fullt og allt.

