Forsala hafin á The Dark Knight!

Það lítur út fyrir að The Dark Knight verði e.t.v. stærsta mynd sumarsins en vestanhafs er myndin að slá öll met í forsölu, þ.e.a.s. keyptum miðum löngu fyrir frumsýningu.

Forsala á myndinni er nú hafin hér á Íslandi og er hægt að tryggja sér miða á almennar sýningar. Myndin dettur inn á miðvikudeginum 23. júlí.

Þess má til gamans geta að myndin er að fá brjálaða dóma erlendis og eru nánast allir að votta þessari mynd virðingu sína.

Hér eru fáein dæmi um þá dóma sem myndin er að fá:

– A dark, ambitious, mature and gritty crime saga the likes of which Michael Mann or Martin Scorsese would be proud to call their own. – DARK HORIZONS

– Nolan’s sequel surpasses the original with an intense, disturbing masterpiece. – IGN MOVIES

– This is not a Batman movie — this is a 2008 version of The Untouchables with The Batman as Elliot Ness, The Joker as Al Capone, and much better toys. – HOT BUTTON