Hairspray 2 á leiðinni?

Warner Bros hafa fengið höfund Hairspray söngmyndarinnar, John Waters, til að líta á þann möguleika að búa til Hairspray 2 sem yrði þá beint framhald fyrri myndarinnar. Útgáfudagsetning er miðuð við júlí 2010.

Hairspray er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1988 og á sama tíma mynd eftir söngleik á Broadway, en Hairspray sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári. Eina vandamálið með þetta framhald er að enginn af leikurunum í fyrri myndinni hafði klausu um framhaldsmynd í samning sínum, sem þýðir að samningar við alla leikarana verða að nást til þess að hlutirnir gangi upp.

Leikstjórinn Adam Shankman og sönghöfundarnir Marc Shaiman og Scott Wittman eru nú þegar um borð, en þessir þrír áttu mikinn hlut í að gæða myndina þeim töfrum sem hún hafði.

Mitt álit
Það er ljóst að það er ákveðinn metnaður í framleiðendunum, sem sýnir sig í því að þeir vilja hafa alla (eða flesta) þá aðalleikara sem voru í fyrri myndinni í þeirri seinni, sem er ekkert nema gott mál (að þetta komi ekki beint á DVD með óþekktum leikurum). Hvort þessi mynd verður gerð veltur allt á því hvort samningar náist.