Á streymisveitunni Síminn Premium er að finna ógrynni af íslensku gæðaefni, frábærum þáttaröðum frá stærstu framleiðendum heims ásamt vönduðu barnaefni, á íslensku.

Árið 2026 lítur vel út á veitunni en meira íslenskt sjónvarpsefni verður frumsýnt í ár en nokkru sinni fyrr. Hildur, Boltamömmur, Hæst og Í versta falli ásamt nýjum sakamálum með Sigursteini Mássyni o.fl. munu líta dagsins ljós ásamt áhugaverðu nýju erlendu efni frá stærstu framleiðendum heims. Þar má nefna til dæmis Task, stórskemmtilega þáttaröð með Mark Ruffolo í aðalhlutverki og Landman 2 sem er ekki síðri, með Billy Bob Thornton í aðalhlutverki.
Áskrifendur veitunnar fá að auki bæði streymisveituna HBO Max og Hayu innifaldar.
Forsaga Game of Thrones
HBO Max þarf vart að kynna enda rómuð fyrir gott sjónvarpsefni. Til dæmis er nýbyrjað að sýna Knight of the Seven Kingdoms, forsögu Game of Thrones, á HBO. Fyrsti þátturinn var reglulega skemmtilegur og hefur verið að fá frábæra dóma.
Hayu er ein stærsta streymisveita heims og sérhæfir sig í fjölbreyttu raunveruleikasjónvarpi.
Sjáðu myndband hér að neðan frá Símanum um árið 2026:




