Freeman í Dreamcatcher

Stórleikarinn Morgan Freeman hefur tekið að sér að leika aðalhlutverkið í kvikmynd gerðri eftir skáldsögu Stephen Kings, sem nefnist Dreamcatcher. Myndin mun fjalla um fjögur börn sem hafa yfir að ráða ýmsum kröftum, svo sem hugsanaflutningi. Þau hittast síðan aftur mörgum árum síðar, sem fullorðið fólk, til þess að berjast saman við ókunnugt illt afl sem ógnar jörðinni. Freeman mun leika útsendara hersins sem er sendur til þessa smábæjar í Nýja-Englandi þar sem sagan á sér stað til þess að komast að því hvað í fjáranum sé á seyði. Tökur á myndinni hefjast í janúar í Vancouver, Bresku-Kólumbíu.