Sagan af Muhammed Ali

Nú loksins hefur tökum á kvikmyndinni um ævi Muhammed Ali lokið. Myndin, sem mun bera hið einfalda heiti Ali, hefur verið mjög umdeild vegna ýmissa vandræða og skrítins orðróms sem hefur gengið um meðan á tökum hefur staðið. Til dæmis gekk sá orðrómur meðan tekið var í Maputo í Mozambique, en hún átti að vera tvífari borgarinnar Kinshasa í Úganda þar sem bardaginn við George Forman átti sér stað, að 40 þúsund aukaleikarar á staðnum hefðu allir verið gerðir úr pappa. Einnig áttu bílfarmar af Evian vatni að hafa verið fluttir til landsins til þess að búa til rigningu (!?) Myndinni, sem leikstýrt er af Michael Mann og er með Will Smith í hlutverki Ali hefur verið beðið með mikilli óþreyju og búist er við miklu. Hún verður að ganga vel í kanann ef framleiðslukostnaður á að nást til baka en kostnaður ku vera kominn í um 150 milljónir dollara.