Steve Martin leikur í Shopgirl

Fyrir nokkrum árum skrifaði leikarinn Steve Martin skáldsögu, sem hét Shopgirl. Hún sló í gegn, fékk bæði frábæra dóma og rokseldist, og því var bara tímaspursmál hvenær kvikmyndin myndi líta dagsins ljós. Nú ætlar Lakeshore Entertainment að gera myndina, og mun Martin sjálfur líklega leika í henni. Fjallar sagan um unga stúlku sem vinnur í stórverslun og leiðist líf sitt. Hún fellur fyrir fráskildum eldri manni og þá flækist málið. Tökur hefjast líklega um leið og Martin klárar tökur á myndinni In The Houze sem hann er að leika í á móti Queen Latifah.