Curtis Hanson og Eminem

Sú fáheyrða frétt að leikstjórinn Curtis Hanson (LA Confidential, Wonder Boys) ætli sér næst að gera kvikmynd um ævi og störf hvíta glæparapparans Eminem hefur nú birst á síðu Aint-It-Cool-News. Spurningin er hvort þessum gæðaleikstjóra sé farið að förlast eða hvort honum takist að gera góða kvikmynd um rapparann snjalla.