Varúlfurinn Jolie

Angelina Jolie er að íhuga að taka að sér aðalhlutverk myndarinnar Bitten. Í henni myndi hún leika varúlf einn sem verður þreytt á lífsstílnum. Hún ákveður að reyna að lifa eðlilegu lífi, og nær sér þá í venjulegan mann. Smám saman fyllist hann grunsemdum um kærustuna sína nýju, og þá verður fjandinn laus. Alexander Stuart ( The War Zone ) er að skrifa handrit myndarinnar.