Jennifer Lopez/J-Lo/Jenny From The Block, eða hvað annað sem hún vill kalla sig þessa dagana, mun næst fara með aðalhlutverkið í kvikmyndinni An Unfinished Life. Myndinni verður leikstýrt af Lasse Hallström og fjallar um konu og unga dóttur hennar sem lenda undir í stríði lífsins. Þær neyðast síðan til þess að flytjast inn á tengdaföður hennar fyrrverandi, og hver veit hvað gerist þá. Myndin er framleidd saman af Miramax og Revolution, og tökur á henni hefjast í apríl. Lopez lauk nýlega tökum á Jersey Girl, sem hún lék í á móti kærastanum sínum, honum Ben Affleck, og síðar á árinu kemur einnig endurgerðin á Gigli sem er einnig þegar lokið. Í henni leikur hún á móti kærastanum sínum, honum Ben Affleck (deja vu?).

