Jason Bourne sjálfur, Matt Damon, mun leika aðalhlutverkið í kvikmynd Steven Soderbergh sem nefnist The Informant. Er hún byggð á sannsögulegum heimildum og fjallar um Mark Whitacre, en hann starfaði sem uppljóstrari fyrir FBI sem reyndi að koma upp um verðsvindl á milli stórmarkaða og keppinauta þeirra. Er hún byggð á bók eftir Kurt Eichenwald, fréttamann New York Times, en hann skrifaði bókina eftir að hafa fylgt fréttinni eftir. Myndin er gerð fyrir Warner Bros. kvikmyndaverið.

