Blair Underwood í þriller

Einhverjir muna sjálfsagt eftir leikaranum þeldökka Blair Underwood sem öðlast sína frægð og frama á sínum tíma fyrir leik sinn í ofurdramanu L.A. Law. Lítið hefur farið fyrir honum síðan, nema í minni hlutverkum. Nú hinsvegar er stefnt að því að hann leiki aðalhlutverkið í myndinni My Soul To Keep, sem gerð verður fyrir Fox Searchlight framleiðsluverið. Myndin verður byggð á skáldsögunni eftir Tananarive Due og verður leikstýrt af Rick Famuyiwa ( The Wood ). Fjallar hún um mann einn frá fornu þorpi í Eþíópíu sem er ódauðlegur. Hann er orðinn 500 ára gamall, og hefur séð alla sem hann elskar deyja. Hann vill nú gera konu sína og börn ódauðleg, en hinar 50 manneskjurnar sem eru líka ódauðlegar eru á móti hugmyndinni og myrða yfirleitt alla sem komast að sannleikanum um þær.