Sacha Baron leikur í nýrri gamanmynd

Breski gamanleikarinn Sacha Baron Cohen hefur fengið hlutverk í bandarískri endurgerð frönsku gamanmyndarinnar Le Diner de Cons, eða Kvöldverður hinna óhefluðu, að því er Variety greinir frá. Á enskur titill myndarinnar að verða Dinner with Schmucks.

Myndin fjallar um útgefanda í París sem fær vini sína til að bjóða leiðinlegasta fólki sem þeir þekkja til kvöldverðar. Cohen er sagður eiga að fara með hlutverk manns sem er svo leiðinlegur að fólki er vart vært í návist hans í meira en nokkrar mínútur í senn.

Cohen verður ekki í hlutverki hugarfóstra sinna, Ali G eða Borats, heldur geta áhorfendur búist við að sjá nýjan karakter úr smiðju hans í myndinni.

ATH!Fréttin er fengin af www.mbl.is