Neil Gaiman tjáir sig um Stardust

Nýlega var tekið viðtal við Neil Gaiman, rithöfund bókarinnar Stardust sem samnefnd kvikmynd er byggð á. Í viðtalinu sagðist Neil vera einkar ánægður með myndina. Hann gleðst yfir því að myndin fylgi bókinni ekki bókstaflega heldur leyfi sér einhverjar breytingar án þess þó að bregða út af andrúmsloftinu sem fylgir bókinni.

Neil er þekktur fyrir bækur á borð við American Gods og teiknimyndasögur á borð við Sandman. Hann segir ástæðuna fyrir því hversu ánægður hann er með myndina vera að hluta til vegna þess að hann fékk að vera framleiðandi við gerð hennar og eiga stóran þátt í ákvarðanatöku vegna hennar.