Jessica Simpson hafnaði boði um hlutverk í mynd sem verður byggð á sjálfsævisögu Jennu Jameson og þá fóru fljótt á kreik sögusagnir um að bjóða ætti Scarlett Johansson hlutverkið.
Lítið virðist vera til í þeim sögusögnum því fulltrúi Scarlett tilkynnti að hún hefði aldrei fengið boð um að leika í þessari kvikmynd og hefði þar á ofan engan áhuga á að leika í henni.

