Margir muna eftir rómantísku gamanmyndinni About Last Night frá árinu 1986 með þeim Rob Lowe, Demi Moore, James Belushi og Elizabeth Perkins í aðalhlutverkum, sem fjallar um það þegar piparsveinn byrjar með stelpu eftir einnar nætur gaman, og besti vinur piparsveinsins og besta vinkona stelpunnar reyna að eyðileggja sambandið.
Nú er verið að endurgera myndina, sem verður frumsýnd á næsta ári, og komin er út svo kölluð rauðmerkt stikla, ( e. Red Band Trailer ) sem er ætluð fullorðnum áhorfendum og getur innihaldið efni sem er bannað börnum.
Sjáðu stikluna hér að neðan:
About Last Night fjallar um sölumennina og bestu vinirnir Danny og Bernie en þeir eru piparsveinar sem lifa villtu og skemmtilegu lífi. En þegar Danny hittir Debbie á barnum og þau hefja ástarsamband eftir einnar nætur gaman, þá tekur líf Danny aðra stefnu. Hvernig mun þetta ástríðufulla einnar næstur gaman breytast í alvöru samband, og hvaða áhrif mun þetta hafa á þau bæði og á bestu vini þeirra?
Vinir þeirra, þau Joan og Bernie reyna ítrekað að eyðileggja sambandið, og að lokum, fimm mánuðum síðar, hættir Danny með Debbie sem er verður alveg niðurbrotin, og flytur inn til Joan. Á meðan áttar Danny, sem hefur þroskast á þessum tíma með Debbie, sig á að hann saknar Debbie, en það gæti verið orðið of seint að bjarga sambandinu.
Endurgerðin, eins og fyrsta myndin, er unnin eftir leikriti David Mamet sem ber nafnið Sexual Perversity In Chicago.
Það eru þau Joy Bryant og Michael Ealy sem leika parið sem byrjar saman, en Kevin Hart og Regina Hall leika vinina sem reyna að skemma fyrir.
Myndin verður frumsýnd á næsta Valentínusardag, 14. febrúar 2014.