Alba er Fallegur Morðingi

Jessica Alba, þekktustu fyrir að leika í sjónvarpsþáttunum sálugu Dark Angel, mun líklegast leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Beautiful Killer. Myndin er byggð á samnefndri myndasögu, fjallar um unga stúlku sem leitar hefnda þegar njósnararnir foreldrar hennar eru myrtir. Það er verið að leita að handritshöfundum til þess að skrifa handrit myndarinnar, og ef það er nógu gott mun þetta verða næsta verkefni hennar eftir að tökum á myndinni Honey sem hún er nú að vinna við lýkur.