Anaconda 2

Columbia hefur ráðið rithöfundana Michael Miner og Ed Neumeier til þess að skrifa framhaldið af Anaconda. Einn af mörgum göllum myndarinnar, sem var óvæntur smellur fyrir svo sem tveimur árum, var að flestallir af hinum stórgóðu leikurum sem léku í henni létu lífið á hræðilegan hátt í myndinni. Er því ljóst að Jon Voight og Owen Wilson munu ekki snúa aftur, og ólíklegt er að Jennifer Lopez muni láta ljós sitt skína. Spurningin er því sú, hvort öll myndin muni verða látin sitja á breiðum herðum glæparapparans Ice Cube , en hann var einn af fáum sem lifðu fyrri myndina af. Ef ekki þá geta þeir alltaf fengið Ice-T