Andy Dick handtekinn

Viðkunnanlegi grínistinn Andy Dick, sem hefur leikið í myndum eins og Employee of the Month og þáttum eins og Just Shoot Me, ásamt því að vera ansi frægur uppistandari og grínari af guðs náð, hefur verið handtekinn fyrir neyslu og vörslu fíkniefna, kynferðislega áreitni og að pissa á almannafæri. Og já…þetta gerðist á þriðjudegi.

Lögreglan var kölluð til kl.01:13 um nótt til að hafa gætur á manni fyrir utan bar sem hafði valdið töluverðum usla með ósæmilegri hegðun sinni. Þegar lögreglan mætti á staðinn þá reif hann toppinn af 17 ára stelpu, ásamt því að þeir fundu á honum marijuana og lyfið Xanax.

Árið 1999 var Dick einnig handtekinn fyrir vörslu kókaíns og marijúana þegar hann klessti bílinn sinn á ljósastaur. Dómarinn skipaði hann þá í meðferð.

Fyrir þá sem ekki vita þá eru hér myndir sem munu án efa hringja einhverjum bjöllum í hausnum á ykkur.

Hér fyrir neðan er svo mugshottið af honum eftir handtökuna (creepy gaur!), smellið á hana fyrir betri upplausn.