Arrested Development á hvíta tjaldið!

Höfundar þáttanna Arrested Development hafa ákveðið að hefja gerð kvikmyndar sem byggð verður á þáttunum. Þeir hafa þegar hringt í nokkra leikara í þáttunum og boðið þeim að leika í myndinni.

„Ég get staðfest að menn eru farnir að þreifa fyrir sér í þessum málum. Þó eru allar nánari umræður áætlaðar að eiga sér stað eftir að verkfallinu lýkur. Persónulega held ég að þetta sé spurning um hvort fólkið með peningana sé tilbúið til að treysta leiðtoga okkar, Mitch Hurwitz fyrir þessu verkefni. Ég tala fyrir leikaraliðið í þáttunum þegar ég segi að við sitjum nú með fingurna krosslagða.“ sagði Jason Bateman leikar í þáttunum.

Ljóst er að aðdáendur þessara frábæru þátta verða sáttir núna!