Aukaleikara vantar í íslenska bíómynd

Kvikmyndafyrirtækið Ogfilms er nú að taka upp nýja íslenska bíómynd, Grafir og bein, en til stendur að frumsýna myndina í lok þessa árs. Aðalhlutverk eru í höndum Björns Hlyns Haraldssonar og Nínu Daggar Filippusdóttur.

Ogfilms ætlar að taka upp veislusenu nú á fimmtudaginn þann 7. mars í Skíðaskálanum í Hveradölum og vantar fólk til að taka þátt í hópsenu, frá kl. 17 og fram á kvöld, eins og segir í tölvupósti sem kvikmyndir.is fengu frá aðstendendum.

„Þetta er veislusena sem á að gerast í samkomuhúsi. Skíðaskálinn í Hveradölum. Allir vel klæddir( árshátíðarþema) og í góðu skapi,“ segir í póstinum.

Einnig fylgir með að engin laun séu í boði, enda sé um sjálfstæða framleiðslu að ræða og peningar af skornum skammti.

Þeir sem hafa áhuga á að leika í bíómyndinni geta sent tölvupóst á Natan á netfangið: natan368@gmail.com.