Spænski leikarinn Antonio Banderas fer með aðalhlutverkið í framtíðartryllinum Automata, sem gerist árið 2044.
Myndin fjallar um tryggingarfulltrúa vélmennafyrirtækis sem vinnur við að rannsaka vélmenni sem virka óeðlilega. Einn daginn uppgvötar hann vélmenni sem munu breyta gangi sögunnar.
Leikkonan og fyrrum eiginkona Banderas, Melanie Griffith, fer einnig með veigamikið hlutverk í myndinni. Griffith og Banderas skildu stuttu eftir að myndin var gerð, en þau voru gift í 18 ár. Ástæðan er sögð vera ósættanlegur ágreiningur.
Automata er leikstýrð af spænska leikstjóranum Gabe Ibáñez sem hefur áður gert myndir á borð við Hierro. Myndin verður frumsýnd í október. Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni.