Fyrir nokkru síðan voru þeir orðrómar í gangi að sci-fi þátturinn Battlestar Galactica, sem flestir vísindaskáldskapsunnendur kannast við, yrði viðfangsefni þriggja sjónvarpsmynda sem myndu líta dagsins ljóst á næsta ári. Nú hafa þessir orðrómar orðið sterkari eftir að þeir rötuðu inná sett leikaranna.
Ekki hefur verið staðfest að þrjár myndir verði gerðar, en grænt ljós hefur allavega verið gefið fyrir einu stykki. Ekkert hefur verið staðfest við leikara þáttanna heldur, en samt sem áður hefur þeim verið sagt að búa til pláss í dagatalinu sínu í ágúst, ef svo myndi verða að tökur á sjónvarpsmyndinni skyldu hefjast.
Leikararnir eru að klára að taka upp sjónvarpsseríuna þessa dagana og væntanlega verður haldið lokapartý fyrir þá á næstunni og halda menn í vonina að gerð sjónvarpsmyndarinnar verði tilkynnt þá!

