DreamWorks hafa nælt sér í kvikmyndaréttinn að myndasögunni The Return of King Doug og fréttir herma að litli órangútaninn Ben Stiller muni leika King Doug!
Greg Orb og Jason Oremland skrifuðu myndasögunni og er áætlað að þeir skrifi handritið að myndinni líka. Myndasagan verður gefin út á næsta ári af Oni Express og myndin mun fylgja í kjölfarið. Ben Stiller mun einnig framleiða myndina, ásamt öðrum.

