Á morgun föstudag verður stórmyndin Beowulf tekin til almennra sýninga í Sambíóunum í Kringlunni og Álfabakka en þau eru eru
einu kvikmyndahúsin sem bjóða upp á þrívíddartækni hér á landi.
Í fréttatilkynningu frá Sambíóunum segir að það séu einungis nýjustu og
fullkomnustu kvikmyndahús heims sem hafa tekið upp þá tækni
sem þarf til að sýna myndir í þrívídd. Þrívíddartækni þessi er ný af
nálinni og
á lítið skylt við þá þrívídd sem fólk hefur þekkt hingað til, segja
Sambíóin.
Um er að ræða enn eina nýjungina sem
kvikmyndaverin í Hollywood bjóða uppá til þess að bæta upplifun kvikmyndahúsagesta og er
Beowulf fyrsta alvöru stórmyndin ætluð fullorðnu fólki sem gerð er sérstaklega
með þrívídd í huga.
Vegna
velgengni BEOWULF myndinarinnar í þrívídd hefur þegar verið tilkynnt að á næsta
ári verði töluverð aukning á myndum í þessari tækni og árið 2009 munu þær verða
orðnar algengar í kvikmyndahúsum.

