Beowulf, sem kvikmyndir.is forsýndi í samvinnu við Sambíóin nú fyrir jól kom út á DVD vestanhafs fyrir stuttu. Óhætt er að segja að hún hafi slegið ærlega í gegn því hún var á toppnum bæði á sölu-DVD listum og leigu-DVD listum.
Beowulf græddi 82,2 milljónir dollara í bíóhúsunum í Bandaríkjunum, en eins og flestir vita þá var hún sýnd með nýrri 3-D tækni sem hefur notið vinsælda, og Disney hefur m.a. sagt að flestallar myndir þeirra uppúr þessu verði með þessari nýju 3-D tækni.
Beowulf græddi 10,2 milljónir dollara á fyrstu vikunni sem leigumynd á DVD formi, og sló m.a. American Gangster, 30 days of night og Ratatouille ref fyrir rassi.

